„Bristol“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Gessi (spjall | framlög)
Lína 35:
 
=== Upphaf ===
[[Mynd: Robert Ricart's map of Bristol.png|thumb|Elsta mynd af Bristol er frá 1478. Mynd eftir Robert RicardRicart.]]
Á 8. öld var klaustur stofnað á svæðinu og kom það fyrst við skjöl 804. Bærinn sjálfur myndaðist ekki fyrr en í upphafi [[11. öldin|11. aldar]], en það sést á mynt sem var slegin í bænum árið [[1010]]. Í annálum segir að [[Haraldur Guðinason]] hafi lent skipi sínu við Bristol [[1052]]. [[1062]] lagði hann frá Bristol á skipum á leið til orrustu í Wales. Allt frá þessum tíma hefur Bristol verið mikilvæg hafnarborg, en skip sigldu upp Bristolflóa og upp ána Avon til að komast til hafnar. Ein mesta verslunarvaran í borginni voru þrælar, en þeir voru seldir til [[Dyflinn]]ar. Kastalavirkið í Bristol var reist af Geoffrey de Montbray, einn af riddurum [[Vilhjálmur sigursæli|Vilhjálms sigursæla]], skömmu eftir landtökuna [[1066]]. Í kastalanum sátu ýmsir enskir konungar til skamms tíma, s.s. [[Hinrik 2. Englandskonungur|Hinrik II]] sem aldist upp og hlaut menntun sína þar. Á [[13. öldin|13. öld]] var Bristol orðin mikilvæg hafnarborg. Ullarklæði og [[hveiti]] voru flutt út þaðan, en flutt inn [[vín]] frá [[Frakkland]]i og [[Spánn|Spáni]]. Heimildir eru um að skip frá Bristol hafi verslað fisk við [[Ísland]]. [[1348]]-[[1349|49]] skall [[svarti dauðinn]] á, en í honum létust allt að helmingur borgarbúa. Þeir voru á bilinu 15-20 þús þegar pestin skall á og er álitið að Bristol hafi verið þriðja stærsta borgin í Englandi á þessum tíma, á eftir [[London]] og [[York]]. Þeir voru hins vegar ekki nema 10-12 þús á 15. og 16. öld. Þrátt fyrir það leysti [[Játvarður 3.|Játvarður III]] Bristol frá sýslunum [[Gloucestershire|Gloucester]] og [[Somerset]] árið [[1373]] og bjó til nýja sýslu, Bristol County.