„Hvítárholt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m flokka
Yngvadottir (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
 
== Fornleifarannsóknin ==
Stjórnandi rannsóknarinnar var [[Þór Magnússon]] en einnig störfuðu við rannsóknina Guðmundur Jónsson, Gísli Gestsson, [[Kristján Eldjárn]] og Halldór J. Jónsson.<ref name="Árbók hins íslenzka fornleifafélags"/>
 
Svæðið sem minjarnar spönnuðu var töluvert víðfermt. Hryggur sem spannaði um 600 til 800 metra.
 
Fornleifarannsóknin í Hvítárholti var viðamesta húsarannsóknarverkefni sem [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafnið]] hafði framkvæmt til þessa. Áður en yfir lauk komu í ljós einhverjar merkilegustu og óvenjulegustu sögualdarminjar og mannvistaleyfar sem rannsakaðar hafa verið hérlendis og aukið hafa á þá mynd sem til var af húsagerð á Íslandi. Alls fundust tíu hús af ýmsum gerðum sem virðast öll vera frá sama tíma eða frá um 10. öld. Voru þetta þrír stórir skálar, leyfar einnar hlöðu og eins fjóss. Auk þess fundust leyfar fimm jarðhúsa, algerlega óþekktrar húsagerðar á Íslandi.<ref name="Árbók hins íslenzka fornleifafélags"/><ref>Leskaflar í fornleifafræði.</ref>
 
Það sem gerir fornleifauppgröftinn í Hvítárholti einnig merkilegan er að þar var í fyrsta sinn ráðist í rannsókn á minjum sem hvergi er getið um í fornritum.
Lína 20:
 
== Rómverskur peningur ==
Við uppgröftinn í Hvítárholti fannst einnig nærri 1700 ára rómverskur koparpeningur. Spurningin sem vaknaði upp við fund peningsins var: Hvað vildu samtímamenn í Hvítárholti með einskisnýta rómverska mynt? Kristján Eldjárn varpaði fram þeirri tilgátu að rómverskir sjómenn hefðu mögulega lent í hafvillu hér við land löngu fyrir landnám. Víkingarnir hefðu síðar fundið þessa peninga og borið til bústaða sinna. Enn hefur ekki tekist að útskýria tilvist peningsins.<ref>''Morgunblaðið''. (1966). "Nærri 1700 ára rómverskur koparpeningur finnst við Hvítárholt". Morgunblaðið. Reykjavík. Bls. 3.</ref>
 
== Bæjarstæðið ==