„John Forbes Nash“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m Hrafnkatla - Vélmenni: breyti texta %s (-\ "([^"]*)" + „\1“)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
8555
'''John Forbes Nash''' (fæddur [[13. júní]] [[1928]]) er [[stærðfræðingur]] sem fékkst við [[leikjafræði]] og [[diffurrúmfræði]]. Hann deildi [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|Nóbelsverðlaununum í hagfræði]] árið [[1994]] með tveimur öðrum leikjafræðingum, [[Reinhard Selten]] og [[John Harsanyi]].
 
Hann hóf stærðfræðiferil sinn með miklum látum, en um þrítugt fór að bera á [[geðklofi|geðklofa]] hjá honum, sem hann hefur náð sér af rúmum 25 árum seinna.
 
John Nash fæddist í Bluefield í [[Vestur Virginía|Vestur Virginíu]]fylki í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], sonur Johns Nash eldri og Virginia Martin. Faðir hans var [[rafmagnsfræðingur]], og móðir hans tungumálakennari. Á ungum aldri eyddi hann miklum tíma í að lestur og tilraunir, sem hann gerði í svefnherbergi sínu, sem hann hafði breytt í tilraunastofu.
 
Á árunum [[1945]] til [[1948]] lærði hann við [[Carnegie Tæknistofnunin|Carnegie Tæknistofnunina]] í [[Pittsburgh]], með það markmið að feta í fótspor föður síns. Í stað þess öðlaðist hann mikla ást og virðingu fyrir [[stærðfræði]] og fékk áhuga á [[talnakenningin|talnakenningunni]], [[Diophantine jöfnur|Diophantine jöfnum]], [[skammtagreining|skammtagreiningu]] og [[afstæðiskenningin|afstæðiskenningunni]]. Hann nýtur þess að leysa þrautir.
 
Við Carnegie fékk hann áhuga á 'málamiðlanavandamálinu', sem [[John von Neumann]] hafði skilið eftir óleyst í bók sinni ''Leikjakenningin og efnahagsleg hegðun'' (''The Theory of Games and Economic Behaviour'', [[1928]]). Hann var meðlimur í leikjafræðifélaginu þar.
 
Frá Pittsburgh fór hann til [[Princeton háskóli|Princeton]], þar sem hann fékkst við jafnvægiskenningu sína. Hann fékk [[doktorsnafnbót]] sína árið [[1950]] með ritgerð sinni um ''Samvinnulausa leiki''. Ritgerð hans innihélt skilgreininguna á því sem nú er þekkt sem [[Nash jafnvægi]]. 44 árum seinna var það þessi kenning sem ávann honum [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Nóbelsverðlaunin]]. Rannsóknir hans á þessu sviði leiddu til þriggja greina, sem hétu ''Equilibrium Points in N-person Games'' ([[1950]]), ''The Bargaining Problem'' ([[1950]]) og ''Two-person Cooprative Games'' (Janúar [[1953]]).
 
Sumarið [[1950]] vann hann hjá RAND fyrirtækinu í [[Santa Monica, California]], þar sem hann vann svo aftur um stutt skeið [[1952]] og [[1954]]. Frá [[1950]] til [[1951]] kenndi hann [[stærðfræðigreining|stærðfræðigreiningu]] við Princeton háskóla, stundaði rannsóknir og tókst að koma sér undan herþjónustu. Á þessum tíma sannaði hann [[Nash greypingarkenningin|Nash greypingarkenninguna]], sem var mikill áfangi í rannsóknum á [[diffurrúmfræði]]-[[víðátta|víðáttum]]. Árin [[1951]]-[[1952]] var hann vísindaaðstoðarmaður við [[MIT]].
 
Hjá MIT kynntist hann Aliciu Lopez-Harrison de Lardé, stærðfræðinema frá [[El Salvador]], sem hann giftist í febrúar [[1957]]. Sonur þeirra, John Charles Martin (fæddur [[20. maí]] [[1959]]) var nafnlaus í heilt ár vegna þess að Alicia hafði þá nýlega sent Nash á geðveikrahæli, og henni fannst hann eiga að eiga þátt í nafngjöfinni. Eins og foreldrar sínir, varð John stærðfræðingur, en líkt og faðir sinn var hann síðar greindur sem [[geðklofi]]. Nash eignaðist annan son, John David (fæddur [[19. júní]] [[1953]]), með Eleanor Stier, en hann neitaði að eiga nokkur samskipti við þau. Hann var yfirlýstur [[tvíkynhneigð|tvíkynhneigður]], og átti nokkur náin sambönd við karlmenn á þessum tíma.
 
Alicia skildi við John Nash árið [[1963]], en þau tóku saman aftur árið [[1970]]. Þau voru mjög ósamrýmd þangað til árið [[1994]], þegar að John vann Nóbelsverðlaunin; en þau giftu sig aftur [[1. júní]] [[2001]].
 
Árið [[1958]] fór John Nash að sýna fyrstu einkenni geðveikinnar, hann varð ofsóknarbrjálaður og var lagður inn á McLean sjúkrahúsið frá apríl til maí [[1959]], þar sem að hann var greindur sem „ofsóknarbrjálaður geðklofi“. Hann dvaldi í [[París]] og [[Genf]], og fór aftur til Princeton árið [[1960]]. Þar var hann á stöðugu flakki inn og út úr geðsjúkrahúsum þar til [[1970]], þó að hann hafi verið með rannsóknarstöðu við [[Brandeis háskóli|Brandeis háskóla]] frá [[1965]]-[[1967]]. Á þrjátíu ára tímabilinu frá [[1966]] til [[1996]] gerði hann engar markverðra vísindalegar rannsóknir, en árið [[1978]] fékk hann [[John von Neumann kenningarverðlaunin]] fyrir uppfinningu sína á Nash jafnvæginu.
 
Geðheilsa hans batnaði mjög hægt og bítandi. Hann fékk á ný áhuga á stærðfræðilegum vandamálum og með því getu til þess að hugsa rökrétt. Hann fékk einnig áhuga á [[tölvur|tölvu]][[forritun]]. Snilli hans átti afturkvæmt á tíunda áratug [[20. öld|20. aldar]], þó svo að hugur hans væri enn veikburða.
 
Í Desember [[2001]] var gefin út [[kvikmynd|kvikmyndin]] ''[[A beautiful mind]]'', sem lýsti ýmsum þáttum í lífi hans á dramatískan hátt. Myndin fékk fern [[Óskarsverðlaun]] árið [[2002]]. Einnig hefur verið gefin út heimildarmynd um hann frá [[PBS]], sem ber titilinn ''A brilliant Madness''.
 
[[Flokkur:Stærðfræðingar]]
[[Flokkur:Bandaríkjamenn]]
 
[[bg:Джон Наш]]
[[de:John Forbes Nash Jr.]]
[[en:John Forbes Nash]]
[[es:John Forbes Nash]]
[[fr:John Forbes Nash]]
[[he:ג'ון פורבס נאש]]
[[it:John Nash]]
[[ja:ジョン・フォーブス・ナッシュ]]
[[nl:John Nash]]
[[pl:John Nash Jr]]