„Parísarkommúnan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Punknurse (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Eftir að Napóleon III hafði tekist að leiða fjöldann allan af ungum mönnum í dauðann í stríði sínu við Prússa voru hörmungartímar í Frakklandi. Bilið milli ríkra og fátækra hafði aukist og um leið óánægja og uppreisnarhugur þeirra fátækustu. Innblásinn af anarkistum og sósíalistum setti almúgi Parísarborgar fram kröfur um að borgin stýrði sér sjálf með kommúnu, valinni af íbúunum sjálfum. Tugþúsundir Parísarbúa voru þegar vopnum búnir sem heimavarnarlið sem varði borgina fyrir Prússneska hernum. Prússar komu og fóru en heimavarnarliðið hélt ennþá fallbyssunum. Ríkisstjórn Frakklands sendi þá herflokka til að afvopna Parísarbúa. Hermennskuandinn var sem betur fer ekki reiðubúnari en svo að þegar hershöfðingi þeirra skipaði þeim að skjóta á vopnlausan múg drógu þeir hann af hestbaki, leiddu fyrir aftökusveit og gengu síðan til liðs við uppreisnina.
 
Kommúnan skipulagði þegar í stað kosningar þar sem almenningur valdi fulltrúa sína úr eigin röðum. Fulltrúarnir voru alltaf afturkallanlegir færu þeir að misnota stöðu sína. Innan kommúnunnar voru fulltrúar allra róttæklinga þess tíma, eins og anarkista, sósíalista og frjálslyndra lýðræðissinna, en þrátt fyrir ólíkar áherslur náðist upplýst samþykki (consensus) um viðhald allrar félagslegrar þjónustu fyrir þær tvær milljónir sem bjuggu í borginni. Einnig var drifið í ýmiss konar umbótum eins og bættum aðstæðum vinnandi fólks með minna vinnuálagi og bótum til þeirra sem áttu um sárt að binda vegna fátæktar og stríðshörmunga. Trúarbrögð voru gerð útlæg úr skólum og þær kirkjur fengu að starfa sem einnig voru opnar sem miðstöðvar fyrir íbúafundi og gegndu þær þannig mikilvægu hlutverki. Margskyns félagslegar umbætur voru gerðar sem hástéttin og ríkisstjórn hennar hafði engan tilgang séð með, en eitt af því sem gerði Parísarkommúnuna svo merkilega var einmitt að almennir verkamenn tóku yfir verk framkvæmdastjóra og sérfræðinga, sem höfðu flúið borgina, og fórst það vel úr hendi.
En fólkið fékk ekki lengi frið til að lifa lífinu eins og það vildi því franska ríkisstjórnin sendi her á borgina eftir nokkurra vikna sjálfræði íbúanna og eftir bardaga í u.þ.b. mánuð þar sem barist var um hvert hverfi hafði ríkið kæft hina glaðbeittu uppreisn í fjöldamorðum og aftökum.