„Stöng (bær)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jokkna (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Þjórsárdal allan. Í þremur Landnámugerðum er Gauks í Stöng getið sem afkomanda Þorbjarnar. Þar er elsta heimild um bæjarnafn í Þjórsárdal.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Sveinbjörn Rafnsson|titill=Sámsstaðir íÞjórsárdal|ár=1976|bls=40}}</ref>. Talið er að bærinn hafi farið í [[Eyðibýli|eyði]] [[ár]]ið [[1104]] eftir mikið [[öskugos]] í [[Hekla|Heklu]]. Þá er talið að byggð í Þjórsárdal hafi alveg lagst af, jafnt á Stöng, Skeljastöðum, sem var framar í dalnum, og fjölda annarra bæja. Árið [[1939]] var Stangarbærinn grafinn upp og byggt yfir hann svo fólk geti áttað sig á búsháttum á þessum tíma.
 
'''== Bærinn''' ==
Framhlið bæjarins snýr í suðvestur. Austarlega á framhlið bæjarins eru einu útidyrnar á bænum, inn úr þeim er gengið beint inn í skálann. Skálinn sjálfur er 17 metra langur og 6 metra breiður. Vestan við útidyrnar er stallur þvert yfir skálann. Á þessum stalli hefur að öllum líkindum staðið veggur úr timbri. Í austurhorni skálans er afmarkað með grjóti ferhyrnt svæði, hugsanlega hefur þetta verið eldiviðar eða verkfærageymsla. Á móti afmarkaða svæðinu er einskonar hola eða þró í gólfinu og er hún hellulögð í botni og á hliðum. Í þessari holu voru fáein dýrabein en engin ummerki um eld svo hún hefur ekki verið notuð til kyndingar eða matreiðslu. Tilgangur þessarar holu er ekki þekktur en samskonar holur hafa fundist í fleiri bæjum. Í skálanum sjálfum eru set meðfram veggjum og hverju seti skipt í fimm hvílurúm. Gólfið í skálanum er ögn niðurgrafið og hefur því verið lægra en við innganginn. Á miðju gólfi er langeldur sem nýttist bæði til kyndingar og matreiðslu. Úr vesturendanum á skálanum er gengið inn í stofu sem er 8 metra löng og 4 metra breið. Meðfram veggjum hafa verið bekkir. Fyrir stafninum á stofunni var pallur og á þessum palli hefur vefstaðurinn staðið þar sem þar fannst töluvert magn kljásteina. Í stofunni fundust líka snældusnúðar sem bendir til þess að þar hafi tóvinna að mestu farið fram. Úr skála er einnig gengið inn í búr sem er 7 metra langt og 2.3 til 2,6 metrar á breidd. Í gólfinu eru för eftir sái sem hafa verið grafnir niður á móhellu. Annað útihús er líka byggt við skálann. Það hús er að öllum líkindum kamar. Eftir endilöngu húsinu eru hlaðnir rennustokkar sitt hvoru megin. Einnig eru þar steinar sem búið er að höggva úr eins og fyrir stöngum sem menn hafa þá setið á meðan þeir sinntu kalli náttúrunnar.<ref name="Stöng í Þjórsárdal-Leiðarvísir">{{bókaheimild|höfundur=Kristján Eldjárn|titill=Stöng í Þjórsárdal|ár=1971|útgefandi=Þjóðminjasafn Íslands|bls=7-16}}</ref>
 
'''== Útihús''' ==
 
'''Útihús'''
Við bæinn stendur fjós með 18 básum hvoru megin. Fjósið er uppblásið.
 
Lína 13 ⟶ 12:
 
Við bæinn er líka smiðja og er þessi smiðja ein sú best varðveitta hér á landi. Við fornleifarannsóknir 1992 til 1993 kom í ljós eldri smiðja frá 10. öld en ofan á hana hefur verið reist kirkja, hugsanlega um svipað leyti og nýrri smiðjan sem er frá 11. til 12. öld.<ref name="Stöng í Þjórsárdal-Leiðarvísir">{{bókaheimild|höfundur=Kristján Eldjárn|titill=Stöng í Þjórsárdal-Leiðarvísir|ár=1971|útgefandi=Þjóðminjasafn íslands|bls=7-16}}</ref>
 
 
 
 
Í tilefni af 1.100 ára afmæli byggðar á Íslandi [[1974]] var ákveðið að byggja [[Þjóðveldisbærinn|Þjóðveldisbæinn]] undir [[Sámsstaðamúli|Sámsstaðamúla]], en hann er eftirlíking Stangarbæjarins.
 
 
[[image:2010-08-09-07110-03 Iceland Thjodveldibaer.jpg|thumb|centre|800px|Panorama]]
 
== Tilvísanir ==
 
<div class="references-small"><references/></div>
[[Gaukur á Stöng]] er nafn á skemmtistað við Tryggvagötu í [[Reykjavík]].
 
[[Flokkur:Þjórsárdalur]]