„Sköpunarvísindi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lukkulaki (spjall | framlög)
Ný síða: thumbnail|Sköpun Adams Sköpunarvísindi reyna að sýna með vísindalegum hætti að Genesis, fyrsta bók Móse um sköpun heimsins og frumsögu,...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. mars 2013 kl. 17:55

Sköpunarvísindi reyna að sýna með vísindalegum hætti að Genesis, fyrsta bók Móse um sköpun heimsins og frumsögu, sé sönn. Þetta er gert með því að reyna að hrekja fullyrðingar um sögu jarðarinnar, heimsfræði og líffræðilega þróun. Sköpunarvísindi hófust fyrst á 7. áratug 20. aldarinnar af kristnum bókstafstrúarmönnum í Bandaríkjunum sem töldu biblíuna vera óbrigðula og reyndu að kveða niður vísindinn á bakvið þróunarkenninguna.

Sköpun Adams

Trúarlegar undirstöður

Sköpunarvísindi eru að miklu leiti byggð á köflum 1-11 úr bók Genesis. Þar er því líst hvernig Guð skapaði heiminn á sex dögum og því líst hvernig hann mótaði fyrsta mannin úr leir og fyrstu konuna með rifbeini úr síðu mannsins auk þess að skapa dýr og plöntur. Stórflóð sem umlék allan heiminn drap allt líf ef frá er talinn Nói, fjölskylda hans og fulltrúa úr öllum tegundum dýraríkisins. Eftir þetta atvik var aðeins talað eitt tungumál í heiminum þar til Guð tvístraði fólkinu við turninn í Babel og gaf þeim mismunandi tungumál. Sköpunarvísindin halda sig oftast innan þessa tímaramma.

Sýn á hefðbundin vísindi

Sköpunarvísindi hafna þróunarkenningunni og telja að þær aðferðir sem notaðar séu í þróunarkenningunni séu gervivísindi eða jafnvel trúarbrögð. Sköpunarvísindi telja að þær jarðfræðilegu breytingar sem orðið hafa megi rekja til náttúruhamfara sem skrifað er um í biblíunni líkt og flóðsins mikla og ísaldar sem fylgdi þar á eftir. Þeir hafna sístöðuhyggja, en sú kenning segir að nútíðin sé lykill fortíðarinnar, það er að segja að sömu ferli hafi ætíð verið að verki í náttúrunni, og í þvi Ijósi beri að skilja og skýra fornar jarðmyndanir.

Vísindasamfélagið telur í grundvallaratriðum að kenningar sköpunarvísindasinna falli ekki inní kenniramma lögmætra vísinda. Ástæðan er fyrst og fremst sú að kenningar þeirra byggja allar á staðreyndum úr biblíunni sem ekki er hægt að sannreyna með tilraunum. Auk þess sem árás sköpunarvísinda á þróunarkenninguna þykir ekki vera byggð á vísindalegum rökum. Þessar athugasemdir vísindasamfélagsins voru samþykktar með tveimur dómsniðurstöðum á 9. áratugnum þegar sköpunarvísindi fengust ekki viðurkennd sem vísindagrein.