„Nottingham“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Gessi (spjall | framlög)
Lína 96:
* [[Ye Olde Trip to Jerusalem]] (eða bara The Trip) er krá í Nottingham og gerir tilkall til að vera elsti pöbbinn í Englandi. Kráin var sögð stofnuð [[1189]] en ekki er hægt að sannreyna það. Húsið stendur upp við sandkletta og eru innri herbergi hluti af hellunum þar. Einnig eru nokkrir ævagamlir munir þar. Einn þeirra er gamalt skipsmódel sem bannað er að dusta rykið af. Sá sem gerir það má eiga von á að deyja sviplegum dauða. Gamall kollur í kránni er talinn auka líkur á að kona sem á honum situr verði ólétt.
* [[Kastalinn í Nottingham]] er ein allra þekktasta byggingin í borginni. Það var Vilhjálmur sigursæli sem lét reisa kastalann skömmu eftir innrás sína í England 1066. Hann varð eitt sterkasta vígi í Englandi og kom mikið við sögu næstu aldir. Hann var að mestu rifinn [[1649]]. Síðar var herrasetur reist í rústunum. Í dag er kastalinn safn og gallerí.
* [[FrúarkirkjanMaríukirkjan í Nottingham|Frúarkirkjan]] (Church of St Mary the Virgin) er stærsta miðaldabyggingin í Nottingham og jafnframt elsta kirkjan í borginni. Meginhluti kirkjunnar var reistur á 14. og 15. öld en elstu hlutarnir eru frá 11. öld. Turninn var hins vegar ekki reistur fyrr en á tíð [[Hinrik 8.|Hinriks VIII]] á [[16. öldin|16. öld]] og er 38 m hár. Kórhurðin í kirkjunni er elsta hurðin sem enn er til í Nottingham en hún er frá áttunda eða níunda áratug [[14. öldin|14. aldar]].
* [[Ráðhúsið í Nottingham]] var reist [[1927]]-[[1929|29]] í nýbarokk. Hér er um tröllaukna byggingu með hvolfþaki að ræða, alsett grískum súlum og styttum. Hæðin er 61 metri. Í turninum er bjalla sem vegur 10 tonn. Hún er með dýpsta hljóm allra bjalla í Bretlandi og sagt er að hljómur hennar heyrist í 10 km (7 mílna) fjarlægð.
* [[City Ground]] er knattspyrnuvöllur og heimavöllur Nottingham Forest í borginni. Hann var reistur 1898 og tekur 30 þúsund manns í sæti. Völlurinn stendur við ána Trent, gegn Meadow Lane, heimavöll Notts County. Tæpir 300 metrar aðskilja vellina.