„Kjarnorkuvopn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ptbotgourou (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: new:आणविक ल्वाभः
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
== Gerðir kjarnavopna ==
Kjarnorkuvopn eru gjarnan flokkuð sem ýmist samruna- eða klofnunarvopn eftir því hvaðan þau fá meirihluta orku sinnar, en þó er þessi flokkun ekki alveg nákvæm sökum þess að næstum öll nútímakjarnavopn notast við báðar tegundir kjarnaverkana. Lítil kjarnaklofnun er sett af stað til að auka hitastigið og þrýstinginn nóg til þess að koma af stað kjarnasamruna. Á hinn bóginn eru klofnunarvopn mun skilvirkari þegar samrunakjarni er fyrst notaður til þess að auka orku vopnsins. Úr því bæði klofnunar- og samrunavopn fá orku sína úr breytingum á innri gerð [[atómkjarni|atómkjarna]] er réttnefni fyrir allar tegundirnar ''kjarnorkuvopn'', ''kjarnaorkuvopn'' eða ''kjarn(a)orkusprengjur'' Kjarnorkusprengjur eru stórhættulegar.
 
Kjarnaklofnunarvopn fá orku sína úr kjarnaklofnun. Á hún sér þannig stað að [[nifteind]]ir sem skella á þungum [[atómkjarni|kjörnum]] [[úran]]s eða [[plútón]]s valda því að þeir hreinlega tætast í sundur og mynda kjarna léttari [[frumefni|frumefna]] úr brotunum. Þegar klofnun á sér stað í fyrstu frumeindinni losna margar nifteindir sem svo hrökkva í [[atómkjarni|atómkjarna]] í nágrenninu og koma þannig af stað keðjuverkun.