Munur á milli breytinga „Gunnar Pálsson“

m
(Séra Erlendur á Kvíabekk var Guðbrandsson (rétt í þetta skiptið!))
(m)
 
'''Gunnar Pálsson''' ([[2. ágúst]] [[1714]] – [[2. október]] [[1791]]) var íslenskur prestur, fræðimaður og skáld á 18. öld.
 
Gunnar var fæddur á [[UpsirUpsakirkja|Upsum]] á [[Upsaströnd]], sonur Páls Bjarnasonar prests þar og konu hans, Sigríðar Ásmundsdóttur. Bróðir hans var [[Bjarni Pálsson]] landlæknir en alls voru systkinin 12 sem upp komust. Gunnar nam fyrst í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] og varð stúdent þaðan [[1735]]. Hann sigldi síðan til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] og tók guðfræðiprófi við Hafnarháskóla. Vegna fátæktar varð hann að hraða námi sínu sem mest og fékk konungsleyfi til að gangast undir próf eftir aðeins 8 mánaða nám.
 
Þegar [[Ludvig Harboe]] kom til Íslands [[1741]] til að hafa eftirlit með kirkjumálum sá hann fljótt að [[Sigurður Vigfússon Íslandströll|Sigurður Vigfússon]], sem þá var skólameistari á Hólum, var ekki hæfur til starfsins. Hætti Sigurður því vorið [[1742]] en Harboe fékk Gunnar í skólameistarastarfið í staðinn og gegndi hann því allt til 1753 við ágætan orðstír.
Óskráður notandi