Munur á milli breytinga „James Cook“

ekkert breytingarágrip
Cook fór aftur á skipinu Resolution en hafði nú með sér skipið Discovery. Enn og aftur sigldi hann suður fyrir Góðravonahöfða og inn á Kyrrahafið en nú var förinni heitið norður eftir örskamma dvöl í Nýja Sjálandi.
Ekki leið á löngu uns leiðangursmenn rákust á stóran eyjaklasa. Þessar eyjar höfðu verið uppgötvaðar af spænskum sjómanni um miðja 16. öld, en Spánverjum hafði verið afar umhugað um að halda tilvist þeirra leyndri. Það tókst vel, raunar svo vel að eyjurnar gleymdust allt þar til Cook fann þær aftur í febrúar 1778. Þessar eyjar skýrði hann Samlokueyjur (reyndar þýddar sem Sandvíkureyjar á íslensku). Þær eru þó betur þekktar undir sínu núverandi nafni, Hawaii-eyjar. Skipin fóru einn réttsælis hring í kringum klasann í rannsóknarskyni áður en áhöfnin gekk á land á stærstu eynni. Evrópumennirnir hittu einmitt á Makahiki, mikla uppskeruhátið eyjarskeggja til heiðurs guðinum Lono. Hringferð hans kringum Hawaii eyjar var í samræmi við hátíðarskrúðgönguna og skipið Resolution líktist ýmsum helgimunum tengdum hátíðarhöldunum. Eyjarskeggjar töldu Cook því vera Lono, en það átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.
Eftir dvölina á Hawaii hélt James upp með vesturströnd Norður-Ameríku uns hann fann Beringssund, en sigla þurfti gegnum það til að ná til Atlantshafsins. Í sundinu varnaði hafís honum vegar og eftir þrjár tilraunir áttaði hann á sig að sigling yfir sundið væri ómöguleg. Hann rannsakaði strendurnar umhverfis sundið í nokkurn tíma en sneri svo aftur til Hawaii. Á bakaleiðinni rakst Cook á vestasta hluta Norður-Ameríku sem var áður ókunnur stærstum hluta Evrópu, en töluverður fjöldi Rússa hafði sest þar að. Á leiðinni hafði hann m.a. kortlagt vesturströnd Norður-Ameríku allt norður með Alaska, auk þeirra fjölmörgu eyja er var að finna á Kyrrahafinu. Með kynnunum við rússnesku landnemana, og sínum eigin rannsóknum, tókst James að brúa bilið milli spænskra og rússneskra rannsókna á Kyrrahafssvæðinu.
Á bakaleiðinni rakst Cook á vestasta hluta Norður-Ameríku sem var áður ókunnur stærstum hluta Evrópu, en töluverður fjöldi Rússa hafði sest þar að. Á leiðinni hafði hann m.a. kortlagt vesturströnd Norður-Ameríku allt norður með Alaska, auk þeirra fjölmörgu eyja er var að finna á Kyrrahafinu. Með kynnunum við rússnesku landnemana, og sínum eigin rannsóknum, tókst James að brúa bilið milli spænskra og rússneskra rannsókna á Kyrrahafssvæðinu.
Það var ekki fyrr en í annarri heimsókn Cooks til Hawaii-eyja sem hann áttaði sig almennilega á stærð og mikilvægi eyjanna, þó það hafi einnig verið í þeirri ferð sem hann lét lífið.
 
Óskráður notandi