„Spjall:Háfrónska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 140:
* {{Hlutlaus}} Er nákvæmlega sama en af umræðunni hér að ofan get ég ekki séð að menn séu sammála um hvort greinin eigi að vera hér eða ekki. Þó er afskaplega lítið mál að finna nokkrar heimildir í viðbót, væntanlega má svo bæta við tenglum í þá þætti ''Orð skulu standa'' þar sem fram komu háfrónsk orð. --[[Notandi:Friðrik Bragi Dýrfjörð|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 20. febrúar 2013 kl. 11:24 (UTC)
*{{a eyða}} Bloggsíður eru ekki áreiðanlegar heimildir. Eins og stendur orðrétt á [[Hjálp:Áreiðanlegar heimildir]]. „Óáreiðanlegar heimildir eru meðal annars heimildir sem höfundur gefur út á eigin vegum, bloggsíður [...]”. Á sama hátt var vefsíða miðstöðvar hafrónskra tungumála líka gefin út á eigin vegum höfundar og það að hún sé núna geymd í skjalasafni breytir engu þar um. Það sem stendur eftir er ein blaðagrein sem má finna í [http://timarit.is/search_init.jsp?lang=is&orderby=score&q=H%E1fr%F3nska leitarniðurstöðum að hafrónsku á timarit.is]. Við höfum eytt greinum sem hafa haft fleiri en eina áreiðanlega heimild, svo þessi grein fer sömu leið.--[[Notandi:Snaevar|Snaevar]] ([[Notandaspjall:Snaevar|spjall]]) 20. febrúar 2013 kl. 11:50 (UTC)
:: Þetta er nú varla vandamál greinarinnar, hvernig gæti nýyrðabók skrifuð af einum manni orðið síðri heimild ef hún er gefin út á eigin vegum en til dæmis gefin út af bókaforlagi þegar heimildinni er eingöngu ætlað að vera heimild um nákvæmlega þessi nýyrði? Blogg væri til dæmis ágætis heimild ef við vildum styðja fullyrðingu um að einhver bloggari hefði skrifað eitthvað. Aftur er blogg ekki áreiðanleg heimild um til dæmis fræðileg efni, til dæmis eðlisfræði eða málfræði, fullyrðingar um fræðileg málefni ættu að koma úr til dæmis jafningjarýndum fræðiritum. Annað sem þarna kemur fram er ágætlega stutt af þeim tveimur greinum sem vísað er í tenglakaflanum, þar kemur fram nafn höfundar, forsaga og fleira. Vandamálið held ég er hvort efnið sé markvert. :) --[[Notandi:Friðrik Bragi Dýrfjörð|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 20. febrúar 2013 kl. 17:43 (UTC)
 
* {{hlutlaus}} Ég mótmæli ekki eyðingu. Greinin dansar á mörkum markverðugleika og það má færa rök á báða vegu um það. Ég er hins vegar dálítið hræddur um fordæmið ef það á að eyða greininni vegna þess að tenglar séu dauðir. Háfrónska fékk nokkra umfjöllun í fjölmiðlum á sínum tíma og það hefur ekkert breyst þó að internetið sé síkvikt og hafi brotið slóðirnar notaðar voru sem heimildir á sínum tíma. Þetta mun örugglega koma upp oftar í framtíðinni þegar við rekum okkur á það að heimildir á netinu sem einu sinni var vísað eru ekki lengur aðgengilegar. Vefsöfn geta að einhverju leyti komið til bjargar en eru samt frekar óáreiðanleg. Reglan um dauða tengla í heimildum á ensku Wikipediu er að leyfa þeim almennt að standa. --[[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 20. febrúar 2013 kl. 12:38 (UTC)
*{{a eyða}} Ég mótmæli eyðingu en ég efast ekki um að þessi grein þarfnist endurskrifunar. Mikið af því sem er í greininni er ekki stutt með góðum heimildum, en þá er spurning um að fjarlægja það efni frekar en að eyða allri greininni. Ég sé fyrir mér að hún geti verið miklu styttri grein, jafnvel stubbur. Ljóst er að greinin geti ekki áfram verið í núverandi formi. [[Notandi:Maxí|Maxí]] ([[Notandaspjall:Maxí|spjall]]) 20. febrúar 2013 kl. 17:23 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Háfrónska“.