„Ásgarður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
{{aðgreiningartengill}}
 
Ásgarður er heimili ásanna í norrænni goðafræði. Inngangurinn í Ásgarð er um Bifröst sem Heimdallur verndar. í miðju hans er Iðavöllur sem er samkomustaður goðanna.
Bors synir, ásamt goðum og gyðjum komu saman á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður. Í Völuspá er þó ekkert meira minnst á Iðuvelli. Í Ásgarði er að finna hallir goðanna og í miðju hans er Iðavöllur sem er samkomustaður goðanna.
 
Inngangurinn í Ásgarð er um Bifröst sem Heimdallur verndar.
Bifröst (einnig nefnd Ásbrú) er brú sem liggur á milli Ásgarðs, þar sem goðarnir eiga heima, og Miðgarðs, þar sem mennirnir eiga heima. En það voru goðin sem gerðu Miðgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum.
Bifröst er gott dæmi um hvernig víkingarnir reyndu að skýra ýmis fyrirbæri náttúrunnar því brúin var regnboginn og rauði liturinn í þessari brú á að vera eldur sem verndar Ásgarð frá jötnum. Heimdallur, verndari brúnnar, er talinn sonur Óðins og níu mæðra, sem voru allar systur.
 
Í Ásgarði og Miðgarði eru margir helgistaðir. Tréð Yggdrasill eða askur Yggdrasils er sá helgasti af öllum. (En búið er að flytja fyrirlestur um það áður svo ég ætla ekki að fjalla nánar um það tré)
 
Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um staðsetningu Ásgarðs, ein er sú að Ásgarður sé hluti Miðgarðs og goðin hafa því búið í nálægð við menn.
Snorri Sturluson hefur þrjár mismunandi hugmyndir um staðsetningu Ásgarðs.
Snorri Sturluson var sagnaritari sem skrifaði meðal annars Snorra-Eddu sem er eins konar handbók eða kennslubók í skáldskaparlist. Þar er meðal annars sagt frá sköpun heimsins en auk þess er þar að finna mikinn fróðleik um norræna goðafræði.
Ein hugmynd hans er sú að Ásgarður sé á himnum, bústaður Heimdalls heitir Himinbjörg og að brúin Bifröst sem hann gætir liggi til Ásgarðs. Önnur hugmynd Snorra er að Ásgarður sé höfuðstaður Ásalands eða Ásaheims og þriðja hugmynd hans er sú að Ásgarður hinn forni sé sami staður og Trója.
 
 
Innan Ásgarðs eru bústaðir goðanna staðsettir. Í Valhöll býr Óðinn. Upphaflega hafa eflaust öll goðin búið í Valhöll en þau hafi síðar fengið hvert sinn bústað. Valhöll er gullbjört, þakin spjótum og skjöldum að innan og liggja brynjur á bekkjum, sem hæfir vel þeirri iðju sem þar fer fram. Í Valhöll er hásæti Óðins, Hliðskjálf, þar sem hann sér um heima alla. Valhöll hefur 640 dyr og í ganga 960 einherjar út um hverja dyr fyrir sig. En það gerir 614.400-einherja-í-heildina.
Einherjar eru þeir sem fallið hafa í bardaga. Þeir búa í Valhöll Óðins þar sem eilífir bardagar fara fram en þegar þeim er lokið dag hvern er borðað og drukkið. Á þakinu stendur geitin Heiðrún og gæðir sér á tré sem ber nafnið Léraður. En af geitinni kemur sá mjöður sem einherjar drekka. Hjörturinn Eikþyrnir bítur einnig af þessu sama tré. Siður var að prýða hallir með dýramyndum og er Valhöll engin undantekning þar á.
 
Kona Óðins, Frigg, býr í Fensölum. Sumir telja að ef til vill séu einhver tengsl milli nafnsins og einhvers konar linda- og uppsprettudýrkunar sem Frigg ætti hlut að en það er ekki víst. Einnig hefur þeirri hugmynd verið fleygt fram að ef hinn upphaflegi sólguð sé maður Friggjar þá eigi nafnið Fensalir vel við. Við sólsetur virðist sólin ganga undir sjóinn og því hafi menn álitið að þar hafi sólguðinn hitt konu sína. Sumar heimildir segja að Sága sé annað nafn á Frigg. Sága, sem merkir sá sem allt sér og veit, á bústað sem ber nafnið Sökkvabekkur, sem gæti þýtt sokkinn bústaður en það passar einnig vel við þá hugmynd sem nefnd-var-um-Fensali.
 
Bústaður Freys heitir Álfheimar en bústaðinn fékk hann í tannfé. Í Álfheimum búa ljósálfar en dökkálfar búa niðri í jörðu. Ljósálfar eru fegurri en sól en dökkálfar-eru-svartari-en-bik.
 
Bústaður Þórs heitir Bilskirnir og er á Þrúðvöngum. Í Bilskirnum eru 640 dyr líkt og í Valhöll. Í Grímnismálum segir Óðinn um bústað sonar síns að hann sé sá besti sem hann þekki.
 
Breiðablik, það sem skín langt að eða þar sem víðsýnt er, er bústaður Baldurs. Snorri segir að Breiðablik sé fagur staður sem er aldrei óhreinn.
 
Í Nóatúnum býr Njörður. Nóatún liggja við sjó en oft þegar talað er um hjónaband Njarðar og Skaðar er minnst á að hún hafi ekki viljað búa við sjóinn heldur á fjöllum í bústað sem ber nafnið Þrymheimur sem faðir hennar hafði átt en þar getur hún farið á veiðar. Nafnið merkir í raun skipatún og vísar það til tengsla hans við siglingar og sjóferðir en hann og sonur hans Freyr eru verndarar-sæfara.
 
Dóttir Njarðar, Freyja, býr á Fólkvangi en salur hennar heitir Sessrúmnir eða salur sem rúmar mörg sæti. Annars er lítið fjallað um heimkynni hennar.
 
Forseti, sem er sonur Baldurs og Nönnu Nepsdóttur, á bústað sem heitir Glitnir, eða hinn glansandi. Hann er silfri þakinn, borinn upp af súlum, veggjum og bitum úr gulli. Glitnir er besti dómstaðurinn og þar eru öll sakarvandræði leidd til-lykta.
 
 
Á sunnanverðum enda himinsins er salurinn Gimlé en hann er fegurstur allra sala og bjartari en sólin. Þessi salur er þar sem bæði jörð og himinn hafa farist og munu einungis góðir og réttlátir menn búa þar. Gimlé er því eins konar himnaríki og virðist lýsingin á Gimlé í Gylfaginningu vera undir áhrifum af himnaríkislýsingum í kristnum ritum.
 
{{stubbur}}