„Hans Danakonungur“: Munur á milli breytinga

Engin breyting á stærð ,  fyrir 9 árum
m
ekkert breytingarágrip
m (r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við hu:János dán király)
mEkkert breytingarágrip
Sten Sture sveik loforð um að láta drottninguna fara óáreitta til Danmerkur og tók hana og menn hennar til fanga. Það var ekki fyrr en í október [[1503]] sem hún var látin laus. Sama ár dó Sten Sture en [[Svante Nilsson Sture]] tók við. Árið 1509 tókst að þvinga Svía til samninga en það entist ekki lengi. Lýbikumenn sögðu Dönum stríð á hendur árið 1510 og nokkru síðar Svíar einnig. Hans hafði komið sér upp góðum flota og tókst að vinna sigra í sjóorrustum. Svíar voru þvingaðir til að semja frið og viðurkenna Hans sem konung öðru sinni. Hans fékk þó ekki að njóta sigursins lengi því að hann dó í febrúar 1513 eftir að hestur hans féll með hann á vaði yfir Skjern-ána á leið til [[Álaborg]]ar.
 
Kona hans, gift 6. september 17781478, var [[Kristín af Saxlandi]] ([[1461]] - [[1521]]), dóttir Ernst kjörfursta af Saxlandi. Þau eignuðust eina dóttur, Elísabetu, sem giftist Jóakim kjörfursta af Brandenborg, og nokkra syni, en sá eini sem lifði föðurinn og tók við ríkjum eftir hann var [[Kristján 2.]]. Einnig vilja sumir meina að Fransiskanamunkurinn [[Jakob danski]], sem fór til [[Mexíkó]] eftir siðaskipti, gerðist þar trúboði og barðist fyrir réttindum indíána, hafi verið sonur Hans konungs, ef til vill óskilgetinn.
 
Hans hafði ýmis afskipti af málefnum tengdum Íslandi, einkum verslun Englendinga, og sendi [[Diðrik Píníng]] flotaforingja sinn sem hirðstjóra til landsins og lét samþykkja [[Píningsdómur|Píningsdóm]].
48.055

breytingar