„Kóngalax“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Norskur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Norskur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
 
== Veiðar og markaður ==
[[File:Kóngalax.jpg|thumb|500px|right|3 stærstu veiðiþjóðir heims á kóngalaxi frá 1950-2010 samkvæmt FAO]]
Eins og fyrr segir lifir kóngalaxinn í Kyrrahafi og þær þjóðir sem hafa stundað mestar veiðar á honum frá árinu 1950 eru [[Bandaríkin]], Rússland og [[Kanada]] en Bandríkin hafa veitt meira en tvöfalt meira en Kanada og Rússland til samans. Veiðarnar hafa verið að dragast saman á undanförnum áratugum. Helstu aðferðirnar sem notaðar eru við veiðar á kóngalaxi eru veiðar með lítilli nót, netum, beittum línum sem lokka fiskinn að beitunni. Þessi aðferð gefur bestu gæði vörunnar, því fiskurinn er unninn lifandi og ferskur úr sjó. En einnig eru veiðar stundaðar af áhugamönnum á stöng. Allt eru þetta veiðarfæri sem koma í veg fyrir eyðileggingu á heimkynnum laxins og annarra lífvera á þeim stöðum sem laxinn heldur sig. Meðaflinn er mjög lítill og þá aðallega aðrar laxategundir. Kóngalaxinn er veiddur að mestu leyti yfir sumartímann og á síðasta ári (2012) var gefinn út kvóti upp á 266.800 dýr þar sem að 70% kvótans mátti veiða yfir sumartímann. Kvótanum var svo skipt niður eftir veiðarfærum með eftirfarandi hætti, 4,3% af kvótanum mátti veiða með nót, 2,9% með netum, 80% með beittri línu og um það bil 13% á stöng. Langmestur meirihluti af veiddum kóngalaxi er veiddur við Suðaustur–Alaska en árið 2010 veiddust þar 262 þúsund laxar.<ref>NOAA Fish Watch. (e.d.). Chinook Salmon. Sótt 03. febrúar 2013 af http://www.fishwatch.gov/seafood_profiles/species/salmon/species_pages/chinook_salmon.htm</ref>