„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 2:
 
==Æviágrip==
Björn Halldórsson fæddist [[5. desember]] árið 1724 í [[Vogsósar|Vogsósum]] í [[Selvogur|Selvogi]], þar sem faðir hans, Halldór Einarsson ([[179516<ref name=undefined /> 95]] - [[21. nóvember]] [[1738]]), var þá prestur. Kona hans og móðir Björns var Sigríður Jónsdóttir ([[1692]] - [[8. september]] [[1763]]) frá [[Gilsbakki (Hvítársíðu)|Gilsbakka]] í [[Hvítársíða|Hvítársíðu]]. Sama ár og Björn fæddist varð faðir hans prestur á [[Staður (Steingrímsfirði)|Stað í Steingrímsfirði]]. Þar ólst Björn upp til 14 ára aldurs en þá lést faðir hans. Þá fékk hann ókeypis vist í [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] hjá [[Jón Árnason|Jóni biskupi Árnasyni]] sökum þess hve biskupinn hafði mikið álit á föður Björns. Í Skálholti nam hann í 5 vetur og í stúdentsvottorði sínu var hann stimplaður sem siðprúður og vandaður maður sem best var að sér í latínu, grísku og guðfræði.
 
Næstu árin var hann ritari sýslumanns og eftir það aðstoðarprestur í [[Sauðlaukdalur|Sauðlauksdal]]. Vorið 1753 varð hann svo prestur í Sauðlauksdal og árið 1756 [[prófastur]]. Það ár giftist hann [[Rannveig Ólafsdóttir|Rannveigu Ólafsdóttur]]. Þau bjuggu í Sauðlauksdal í nærri 30 ár þangað til heilsu Björns fór að hraka. Þá sótti hann um rólegra embætti og fékk [[Setberg (Eyrarsveit)|Setberg í Eyrasveit]] árið 1782. Heilsa hans skánaði þó ekki við flutninginn og árið [[1785]] veiktist hann alvarlega og missti sjónina í kjölfarið.