„Leicester“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 29:
 
== Skjaldarmerki ==
[[Mynd:ArmsLeicesterCityCouncil.png|thumb|Skjaldarmerki Leicester]]
[[Skjaldarmerki]] Leicester sýnir fimm blaða hvítt blóm á rauðum grunni. Þetta var merki jarlsins af Leicester áður fyrr. Skjaldarmerkið var veitt [[1619]], en [[1929]] var skjaldarberunum bætt við. Það eru tvö rauð ljón, sem einnig eru merki Lancaster-ættarinnar (jarlanna í Leicester). Efst er hjálmur með hvítum dreka. Neðst er borði sem á stendur: SEMPER EADEM, sem merkir ''ávallt eins''. Þetta voru einkennisorð [[Elísabet 1.|Elísabetar I]] sem veitti Leicester konunglegt leyfisbréf.