„Leicester“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 102:
*[[Kastalinn í Leicester]] er að hluta til orðin rústir einar. Hann var reistur á 11. öld (trúlega í kringum [[1070]]), þ.e. skömmu eftir landtöku normanna [[1066]]. Nokkrir konungar dvöldu í kastalanum, t.d. [[Játvarður 1.|Játvarður I]] og [[Játvarður 2.|Játvarður II]]. Eftir það var kastalinn notaður sem dómshús, en einnig sem þingstaður Englandsþings [[1426]]. Í áhlaupi konungshersins á borgina [[1645]] var kastalinn eyðilagður að mestu leyti. Í dag eru þar þó enn Maríukirkjan frá [[12. öldin|12. öld]], Hallarsalurinn (Great Hall) frá [[1150]] og kastalarústirnar sjálfar.
*[[King Power-leikvangurinn]] er knattspyrnuvöllur og heimavöllur Leicester City. Völlurinn tekur 32 þús manns í sæti og þar hafa farið fram nokkrir landsleikir.
*[[National Space Centre Leicester|National Space CenterCentre]] er safnahús helgað geimvísindum í borginni Leicester. Húsið er turnlaga og er 42 metra hátt (kallast Rocket Tower á ensku). Safnið er samvinnuverkefni háskólans í Leicester og borgaryfirvalda. Það var vígt [[30. júní]] [[2001]]. Auk ýmissa sýninga er í safninu geimsýning (Planetarium) og eina eintak Sojuz-geimfars í [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]].
Safnið er opið skólabörnum. Þar fara einnig fram sérviðburðir, s.s. [[Star Wars|Stjörnustríðshelgi]], sýning um [[Doctor Who]], sýningar um vísindaskáldskap og margt annað.