Munur á milli breytinga „Miðborg Reykjavíkur“

Þjónustumiðstöð fyrir miðborgina og [[Hlíðar]] er á Skúlagötu 21. Í hverfinu eru tveir [[grunnskóli|grunnskólar]]; [[Tjarnarskóli]] og [[Austurbæjarskóli]], og þrír [[framhaldsskóli|framhaldsskólar]]; [[Menntaskólinn í Reykjavík]], [[Iðnskólinn í Reykjavík]] og [[Kvennaskólinn í Reykjavík]].
 
==ÁSIsaga==
[[Mynd:Reykjavik_1860s.jpg|thumb|right|Kvosin um miðja 19. öld.]]
Hverfinu tilheyrir elsti hluti borgarinnar, [[Kvosin]], þar sem fyrst tók að myndast [[þorp]] með [[Innréttingarnar|Innréttingunum]] á síðari hluta [[18. öldin|18. aldar]] í núverandi [[Aðalstræti]]. Þar er nú eitt hús varðveitt frá þeim tíma, Aðalstræti 10. Veturinn [[2001]] fór fram [[fornleifauppgröftur]] við suðurenda Aðalstrætis þar sem rannsakaðar voru leifar [[skáli|skála]] frá [[landnámsöld]] og menn hafa ímyndað sér að þarna hafi verið skáli [[Ingólfur Arnarson|Ingólfs Arnarsonar]] sem fyrstur hóf varanlega búsetu á Íslandi. Hverfið á sér bæði langa og fjölbreytta byggingasögu en þar er að finna byggingar frá öllum tímum frá 18. öld fram á [[21. öldin]]a.
Óskráður notandi