„Perlan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 10:
Á fjórðu hæðinni er [[kaffitería]], [[sælkeraverslun]], [[minjagripasala]], jólaland og [[útsýnispallur]]. Í sælkeraversluninni er hægt að kaupa [[ostrur]], [[humar]] o.fl. góðgæti. Minjagripaverslunin er fyrir innan kaffiteríuna og þar er hægt að kaupa ýmsa [[minjagripur|minjagripi]] eins og t.d. [[lopavara|lopavörur]], [[Ísland|íslensk]] [[málverk]] og margt fleira. Inn af sælkeraversluninni er jólalandið. Í jólalandinu er hægt að kaupa ýmislegt fyrir jólin eins og [[jólaskraut|skraut á jólatréið]], handunna [[list]]muni og margt fleira. Á útsýnispallinum er hægt að njóta útsýnis yfir Reykjavík og nágrenni.
 
Á fimmtu hæðinni er [[veitingastaður]] Perlunnar sem er með útsýni yfir [[Reykjavík]] og [[Faxaflói|Faxaflóann]]. Veitingastaðurinn snýst einn hring á tveggja [[klukkustund]]a fresti og gestirnir njóta útsýnisins til allra átta. Þar er oft ýmislegt um að vera á veitingastaðnum eins og [[nýársfögnuður]], þar sem nýju ári er fagnað með veislu og [[flugeldasýning]]u. [[Þorri]]nn er einnig haldinn hátíðlegur með þorragöngu, [[rommkakó]]i og [[þorrablót]]i. Ýmislegt annað er í boði á veitnigastaðveitingastað Perlunnar.
 
Perlan hefur verið valin í hóp fimm bestu [[útsýnisveitingahús]]a heims.[http://travel.independent.co.uk/news_and_advice/article353408.ece]