„Fimleikar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 46:
 
=== Hópfimleikar ===
Í Hópfimleikum er keppt í Gólfæfingu, Trampolínstökki og á Fíberdýnu. Keppt er ýmist eftir Landsreglum eða Team gym reglum. Landsreglur eru reglur sem einungis eru notaðar hér á landi og meira svigrúm er fyrir keppendur að taka þátt í fleiri umferðum. Team gym reglur eru sam-evrópskar reglur UEG sem notaðar eru þegar lið eru að keppast um að komast á norðurlanda- og/eða evrópumót. Reglurnar þar eru örlítið strangari hvað varðar fjölda keppenda og val æfinga. Einnig er keppt eftir Team-gumgym reglum á evrópu- og norðurlandamótum. Í hópfimleikum er keppt í þrem flokkum: Kvennalið Karlalið og svo Mix-lið sem samanstendur af jafnmörgum keppendum af báðum kynjum. Árið 2006 kepptu fyrstu íslensku mix-liðin á Íslandi (Stjarnan/Björk og Ármann/Grótta)og fyrstu karlaliðin árið þar á eftir (Stjarnan og Ármann).
Gerpla var unglingameistari árin 2005, 2006 og 2007.