„Sturlunga saga“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
'''Sturlunga''' eða '''Sturlunga saga''' er [[Ísland|íslenskt]] fornrit sem greinir frá valdabaráttu höfðingjaætta, sókn konungsvalds og kirkju og endalokum [[Þjóðveldisöld|þjóðveldis]]. Sturlunga dregur nafn sitt af ætt [[Sturlungar|Sturlunga]], en svo voru afkomendur [[Hvamm-Sturla|Sturlu Þórðarsonar]] í [[Hvammur í Dölum|Hvammi í Dölum]] nefndir. Hún er mikilvæg heimild um [[Saga Íslands|sögulega viðburði á Íslandi]] og veitir innsýn í hugmyndaheim og lífsskoðun Íslendinga á [[13. öld]]. Hún er rituð af ýmsum höfundum en þekktastur er [[Sturla Þórðarson]] (1214 – 1284) og er hann talinn hafa lagt mest af mörkum til ritsins.
 
== Efni Sturlungu ==
Sturlunga segir frá lífi Íslendinga á Íslandi og voru frásagnir hennar ritaðar á [[13. öld]] líkt og [[Íslendingasögur]]. En það sem greinir Sturlungu frá Íslendingasögunum er sú staðreynd að sögurnar greina frá löngu liðnum atburðum, sem flestir gerðust á [[9. öld|9.]] og [[10. öld]] en Sturlunga saga skýrir frá atburðum á [[12. öld|12.]] og [[13. öld]]. Íslendingasögur fjalla um atburði úr fortíð en Sturlunga er að nokkru samtímaheimild og segir frá atburðum úr samtíð höfunda. Höfundar Sturlungu byggja frásögnina á eigin reynslu eða á ferskum [[munnmæli|munnmælum]] um atburðina.
 
Helstu sögur í Sturlungu eru Íslendinga saga eftir Sturlu Þórðarson, Þorgils saga og Hafliða, Prestssaga [[Guðmundur Arason (biskup)|Guðmundar Arasonar]], [[Þórður kakali|Þórðar saga kakala]], [[Þorgils skarði|Þorgils saga skarða]] og [[Svínafell í Öræfum|Svínfellinga saga]]. Enn fremur eru þar Sturlu saga, [[Geirmundur heljarskinn|Geirmundar þáttur heljarskinns]], [[Guðmundur dýri|Guðmundar saga dýra]] og [[Hrafn Sveinbjarnarson|Hrafns saga Sveinbjarnarsonar]].
 
== Handrit ==
Meginhandrit Sturlunga sögu eru tvö; [[Króksfjarðarbók]] (AM 122 a fol) og [[Reykjafjarðarbók]] (Am 122 b fol), báðar frá [[14. öld]]. Af Króksfjarðarbók eru varðveitt 110 blöð en talið er að þau hafi upphaflega verið 141. Af Reykjafjarðarbók eru varðveitt 30 blöð af áætluðum 180. Einnig eru til pappírshandrit sem eru runnin frá þessum skinnbókum þegar þær voru heilli en þær eru núheilar.<ref>Guðrún Nordal. ''To Dream or Not to Dream: A Question of Method''. http://www.dur.ac.uk/medieval.www/sagaconf/gudrun.htm</ref>
 
== Heimildir ==
Óskráður notandi