„Armed Forces Radio and Television Service Keflavik“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Snæfarinn (spjall | framlög)
Lína 20:
 
==Takmörkun sjónvarpsútsendinga==
Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar árið [[1966]] kom fram sú skoðun framleiðenda sjónvarpsefnis í Bandaríkjunum að sjónvarpsstöð varnarliðsins ætti að greiða sambærileg gjöld fyrir útsendingu á aðkeyptu efni þar sem áhorfendahópurinn á Íslandi væri stærri en sem næmi varnarstöðinni sjálfri. Í framhaldi af því óskaði flotaforinginn eftir því við íslensk stjórnvöld að dregið yrði verulega úr útsendingarstyrk stöðvarinnar þannig að hann takmarkaðist við stöðina og næsta nágrenni hennar enda hefði rekstrarkostnaður stöðvarinnar ella margfaldast. [[15. september]] [[1967]] voru svo sjónvarpsútsendingar takmarkaðar þannig að þær náðustnæðust aðeins á Suðurnesjum og sunnanverðum Hafnarfirði. Dagskrá stöðvarinnar var t.d. birt í héraðsblöðum á Suðurnesjum til [[1972]]. Samkvæmt könnunum náðist dagskrá stöðvarinnar á köflum víða í Reykjavík. Þannig héldu útsendingar áfram til [[1974]] þegar allar sjónvarpsútsendingar stöðvarinnar voru færðar í [[kapalsjónvarp|kapalkerfi]].
 
[[16. nóvember]] [[1969]] réðust 22 meðlimir í [[Æskulýðsfylkingin|Æskulýðsfylkingunni]] inn í upptökusal sjónvarpsstöðvarinnar, máluðu „Che Guevara“ og „Viva Cuba“ á veggi og á tökuvélar og hrópuðu slagorð gegn [[Víetnamstríðið|stríðinu í Víetnam]]. Í hópnum voru meðal annarra [[Birna Þórðardóttir]] og [[Róska]].