„Tjörn í Svarfaðardal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
m
Lína 1:
[[Mynd:Tjörn í Svarfaðardal.jpg|right|thumb|Tjörn í Svarfaðardal.]]
'''Tjörn''' er [[kirkjustaður]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]]. Bærinn stendur að vestanverðu í dalnum um 5 km innan við [[Dalvík]]. [[Þórarinn Kr. Eldjárn]] lét reisa núverandi íbúðarhús [[1931]]. [[Tjarnartjörn]] er lítið og grunnt stöðuvatn á flatlendinu neðan við bæinn. Tjörnin er innan [[Friðland Svarfdæla|Friðlands Svarfdæla]] sem teygir sig allt til strandar. Þar er mikið fuglalíf. Tjörn er með stærri jörðum í Svarfaðardal og að líkindum landnámsjörð þótt bæjarins sé ekki getið í Landnámu. Þar hafa verið stundaðar úrkomumnælingar á vegum [[Veðurstofa Íslands|Veðurstofunnar]] frá árinu 1970. Í hlíðinni ofan við Tjörn eru volgrur og í framhaldi af þeim er jarðhitinn í [[Laugahlíð]] þar sem [[Sundskáli Svarfdæla]] fær vatn sitt.
[[Kristján Eldjárn]] forseti fæddist á Tjörn [[1916]] og ólst þar upp.
Sönghópurinn [[Tjarnarkvartettinn]] var kenndur við Tjörn í Svarfaðardal.