„Old Trafford“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Gessi (spjall | framlög)
Lína 37:
=== Nútíma leikvangur ===
[[Mynd:OldTraffordPlan-en.svg|thumb|Stúkuplanið á Old Trafford]]
[[Mynd:Old Trafford football ground - geograph.org.uk - 1770907.jpg|thumb|Austurhliðin að utan]]
[[1949]] var Old Trafford í leikfæru ástandi á ný, en var þaklaust. Fyrsti leikurinn fór fram [[24. ágúst]] að viðstöddum 41 þús gestum, sem sáu heimalið sitt leggja [[Bolton Wanderers]] 3-0 að velli. Þak var ekki reist á völlinn fyrr en [[1951]] og þá aðeins á eina hlið. Hinar þrjár hliðar fengu þak skömmu síðar. Verkinu lauk [[1959]]. Við það tækifæri voru flóðljós í fyrsta sinn sett upp. Þetta gerði Manchester United kleyft að leika Evrópuleiki á miðri viku, eftir að dimmdi, í stað að notast við helgarnar þegar deildarleikir voru á dagskrá. [[1965]] var norðurhliðin algjörlega endurbyggð. Hún fékk nýtt þak og sæti fyrir 20 þús manns. Þá voru einkaklefar einnig settir upp, þeir fyrstu í enskum leikvangi. Austurhliðin fékk sömu andlitslyftingu [[1973]]. Auk þess var raftöflu bætt við, en fram að þessu hafði skortaflan verið handvirk. [[1971]] hófst vandamál fótboltabullanna fyrir alvöru er áhorfandi henti hnífi inn á völlinn. Í kjölfarið var varnargrindverk reist í kringum stúkurnar, þær fyrstu á enskum velli. [[1973]] var völlurinn stækkaður og komið fyrir svítum og veitingasal fyrir heldri gesti. Einnig voru skrifstofur félagsins fluttar úr suðausturhorninu í austurstúkuna. Við hverja breytingu minnkaði sætafjöldinn, enda hurfu sætaraðir fyrir svítur, veitingahús og annað. Fjöldinn minnkaði úr 80 þús niður í 60 þús, og aftur niður í 44 þús. Við byggingu á nýrri stúku [[1992]] jókst sætafjöldinn aftur í 55 þús og árið [[2000]] var enn nýrri stúku bætt við, þannig að sætafjöldinn fór í 58 þús. Þannig varð Old Trafford orðin að einum stærsta leikvangi Englands. [[2003]] var leikvangurinn í fyrsta sinn notaður fyrir úrslitaleik í [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildinni]]. Það ár kepptu [[AC Milan]] og [[Juventus]], sem hinir fyrrnefndu unnu í vítaspyrnukeppni. Þegar gamli Wembley-leikvangurinn var rifinn [[2001]], lék enska landsliðið 27 heimaleiki á ýmsum stöðum í Englandi frá [[2001]]-[[2007]] þar til nýi Wembley-leikvangurinn var opnaður. Tólf þeirra fóru fram á Old Trafford. Síðasti landsleikurinn þar fór fram [[7. febrúar]] 2007, en þá töpuðu Englendingar fyrir [[Spánn|Spán]] 1-0 fyrir framan 58 þús áhorfendur (fullt hús). Síðasta stækkun vallarins fór fram [[2005]]-[[2006]], en þá var tveimur hornstúkum bætt við. Við það fór sætafjöldinn upp í 76 þús. [[31. mars]] [[2007]] var aðsóknarmet vallarins slegið (eftir stríð) er 76.098 manns horfðu á United sigra [[Blackburn Rovers]] 4-1. Aðeins 114 sæti voru auð. [[2009]] voru nokkrar sætaraðir endurskipulagðar, þannig að sætunum fækkaði niður í 75.957, sem þau eru enn í dag. Vallarmet verður því ekki slegið fyrr en að sætum fjölgar á ný. Old Trafford kom við sögu á [[Sumarólympíuleikarnir 2012|Ólympíuleikunum 2012]], sem að mestu voru haldnir í London, en þar fóru fram nokkrir landsleikir í knattspyrnukeppninni, þ.e. fimm leiki í riðlakeppni, leik í fjórðungsúrslitum og leik í undanúrslitum í karlakeppni. Í kvennakeppni fóru fram einn leikur í riðlakeppni og einn leikur í undanúrslitunum. Þetta voru fyrstu kvenlandsleikirnir sem fram fóru á Old Trafford.