„Samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila''' ([[enska]]: ''Public-private partnership'', ''PPP'' eða ''P<sup>3</sup>'') er [[verkefni]] þar sem [[ríki]] eða [[sveitarfélag]] gera [[samningur|samning]] við [[einkafyrirtæki]] um samstarf. Einkum á þetta við þar sem um er að ræða uppbyggingu [[innviðir|innviða]]. Einkaaðilinn tekur þá á sig stóran hluta [[áhætta|áhættunnar]] vegna fjárhagslegrar afkomu verkefnisins, tækniþróunar og framkvæmda og fær á móti tækifæri til að endurheimta kostnaðinn í afmarkaðan tíma með [[einkaleyfi]] á sölu, leigu eða innheimtu notendagjalda. Stundum veitir hið opinbera [[styrk]]i eða flytur [[eign]]ir til einkaaðilans til að draga úr áhættu hans eða gengst í [[ábyrgð]] fyrir [[lán]]um vegna verkefnisins. Oft eru stofnuð [[félag með sérstakan tilgang|félög með sérstakan tilgang]] utan um slík verkefni með þátttöku fjármögnunaraðila, eins og [[banki|banka]].
 
Vinsældir slíkra samstarfsverkefna má rekja til takmarkana á [[opinberar skuldir|skuldsetningu hins opinbera]] í upphafi [[1991-2000|10. áratugar 20. aldar]]. Þau hafa verið gagnrýnd fyrir að draga úr gagnsæi í ríkisrekstri, fyrir að skapa hærri heildarkostnað fyrir skattgreiðendur þar sem krafa einkafyrirtækja um [[ávöxtunarkrafaávöxtun fjárfestinga]] einkafyrirtækja er hærri en ávöxtunarkrafa [[ríkisskuldabréf]]a og fyrir að vera í reynd [[einkavæðing]] þar sem tímamörk einkaleyfisins eru ekki virt heldur framlengd aftur og aftur.
 
{{stubbur}}