„Gerhard Schøning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Æviágrip ==
Gerhard Schøning fæddist á bænum Skotnesi í [[Buksnes]] prestakalli á Lofoten í Norður-Noregi. Foreldrar hans voru Andreas Schøning (um 1680–1740), kaupmaður, og kona hans Martha Ursin. Eftir undirbúningsnám á heimaslóðum fór hann árið 1739 til náms í dómkirkjuskólanum í [[Þrándheimur|Þrándheimi]]. Benjamin Dass rektor skólans gerði sér grein fyrir hæfileikum þessa nemanda og veitti honum sérstaka leiðsögn. Eftir stúdentspróf 1742, fór Schøning í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] og lauk [[guðfræði]]prófi 18441744 og meistaraprófi 1748.
 
Árið 1751 varð hann rektor í dómkirkjuskólanum í Þrándheimi, tók við af Benjamin Dass. Með honum þangað fór danski sagnfræðingurinn [[Peter Frederik Suhm]], og voru þeir nánir samverkamenn í sagnfræði næstu árin, ásamt hinum lærða manni [[Johan Ernst Gunnerus]]. Þegar Gunnerus var skipaður biskup í Þrándheimi 1758, fékk vísindalegt samstarf þeirra meira vægi, og til að styrkja það enn frekar stofnuðu þeir þrír vísindafélag árið 1760, Þrándheimsfélagið. Árið 1767 var nafni þess breytt í [[Konunglega norska vísindafélagið]], eftir að það fékk formlega viðurkenningu konungs. Félagið hóf útgáfustarfsemi árið 1761, og birti Schøning margar greinar í ritum þess. Þeir Suhm og Schøning skiptu með sér verkum, þannig að sá fyrrnefndi vann að sögu Danmerkur, en Schøning að sögu Noregs.
Lína 40:
* ''Afhandling Om de gamle Grækeres og Romeres rette Begreb og Kundskab om de nordiske Lande''. — ''Det Kongelige Danske Videnskabernes Selskabs Skrifter'' 9, København 1761, s. 151–306.
* ''Norges Riiges Historie'' 1–3, Sorø 1771–73 og København 1781. ([http://books.google.com/books?vid=OCLC06210526&id=DaoBAAAAQAAJ&pg=RA2-PA1&lpg=RA2-PA1#PPP10,M1 Anden Deel], [http://books.google.com/books?vid=OCLC06210526&id=HKoBAAAAQAAJ&pg=PP27#PPP10,M1 Tredie Deel])
* (útgáfa): ''Heimskringla edr Noregs Konga-Sögor af SnoraSnorra Sturlusyni'' 1–2, København 1777–78.
* ''Reise, som gjennem en Deel af Norge i de Aar 1773, 1774 og 1775 paa H. M. Kongens Bekostning er gjort og beskreven'', København 1778–82. — Heildarútgáfa í 3 bindum, Trondheim 1910–26, Ljósprentuð útgáfa, Trondheim 1979–80.
* ''Tegninger samlet eller utført av Gerhard Schøning i forbindelse med hans reiser i 1770-årene og hans arbeider med norsk historie og topografi'', Oslo 1968. — Útgefendur: A. Berg og E. Sinding-Larsen. Foreningen til norske Fortidsminnesmerkers Bevaring.