„Möndulhalli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Bjarki S færði Möndulhalli jarðar á Möndulhalli
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:AxialTiltObliquity.png|thumb|right]]
{{hreingerning}}
'''Möndulhalli''' eða '''öxulhalli''' er [[horn]]ið á milli [[Möndull|snúningsmönduls]] hlutar, til dæmis [[Reikistjarna|reikistjörnu]], og [[Sporbaugur|sporbaugsmönduls]] hans eða hornið á milli [[Miðbaugur|miðbaugs]][[Slétta (rúmfræði)|sléttu]] hlutarins og sporbaugssléttu hans. [[Jörðin]] hefur nú möndulhallann 23,4° en hann sveiflast frá 22° 02' 33" til 24° 30' 16" á 41.040 ára tímabili.
Möndurhalli jarðar er alltaf 23.5°.Án mönulhallans væru dagur og nótt alls staðar á jörðinni jafn löng.
 
Möndulhallinn veldur því að [[norður]]- og [[suður]]hvolf jarðarinnar fá mismikið sólarljós eftir árstímum sem veldur meiri [[árstíð]]amun nær heimskautunum en annars staðar. Þegar hásumar er á norðurhveli jarðar snýr norðurheimskautið á móti sólinni þannig að staðir norðan [[heimskautsbaugur|norðurheimskautsbaug]] eru baðaðir sólarljósi allan sólarhringinn á meðan suðurheimskautið snýr frá sólu þannig að staðir sunnan suðurheimskautsbaugsins sjá ekki til sólar.
 
[[Mynd:Planet axis comparison.png|thumb|right]]
Möndulhalli annara reikistjarna en jarðarinnar er mjög misjafn. Möndulhalli [[Mars (reikistjarna)|Mars]] er um 25° eða áþekkur möndulhalla jarðar og því eiga sér stað kunnulegar árstíðabreytingar á Mars. Möndulhalli [[Venus (reikistjarna)|Venusar]] telst hins vegar vera 177° sem þýðir að norðurpóll hennar snýr í raun „öfugt“ miðað við aðrar reikistjörnur þar sem hún snýst í hina áttina. Annað afbrigði er [[Úranus (reikistjarna)|Úranus]] sem hefur möndulhallann 97° og liggur því á hliðinni miðað við flestar aðrar reikistjörnur þar sem snúningsmöndull hans er nokkurn veginn samhliða sporbaugssléttu.
 
[[Flokkur:Jörðin]]
[[Flokkur:Stjörnufræði]]
[[en:Axial tilt]]