„Framtíðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 20:
 
== Útgáfa ==
Félagið gefur út elsta skólablað landsins ''[[Skinfaxi|Skinfaxa]]'' sem kom fyrst út [[6. janúar]] [[1898]]. Síðan árið [[2010]] hefur blaðið verið gefið út með ''Skólablaðinu'', næstelsta skólablaði landsins, og hefur ein ritstjórn annast útgáfu beggja blaðanna. Síðan þá hefur gjarnan verið talað um blöðin tvö sem eitt, ''Skólablaðið Skinfaxa''.
 
Auk þess gefur það út tímaritið ''[[Loki Laufeyjarson (skólablað)|Loka Laufeyjarson]]'' nokkrum sinnum á ári. Á hverju skólaári hafa tvær ritstjórnir umsjá með útgáfu blaðsins — ein fyrir áramót og ein eftir áramót. Blaðið var fyrst gefið út skólaárið [[1996]] – [[1997]] þegar Framtíðin og [[Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík|Skólafélagið]] ákváðu að skólablöðum innan veggja skólans skyldi fjölgað en áður höfðu félögin gefið út skólablaðið ''Menntaskólatíðindi'' í sameiningu. Síðarnefnda blaðið fór undir umsjá Skólafélagsins og Framtíðin skóp ''Loka Laufeyjarson''.