„Framtíðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
| Vefsíða: || [http://www.framtidin.mr.is/ Framtidin.mr.is]
|}
'''Framtíðin''' er annað tveggja [[nemendafélag|nemendafélaga]] [[MR|Menntaskólans í Reykjavík]] og elsta nemendafélag á [[Ísland]]i, stofnað árið [[1883]]. Framtíðin varð til við sameiningu [[Bandamannafélagið|Bandamannafélagsins]] og [[Ingólfur_(nemendafélag)|Nemendafélagsins Ingólfs]]. Framtíðin var í upphafi stofnuð til að efla mælsku- og ritlist innan skólans en einnig var það stefna félagsins að halda skemmtanir fyrir nemendur. Félagið hefurgefur staðið fyrir öflugri útgáfustarfsemi og má þar helst nefnaút elsta skólablað landsins [[Skinfaxi|Skinfaxa]] sem kom fyrst út á skólaárinu [[1897]]-[[1898]]. Auk þess gefur það út tímaritið [[Loki Laufeyjarson (skólablað)|Loka Laufeyjarson]] nokkrum sinnum á hverju skólaári.
 
Lengi vel einkenndist starf félagsins af pólítískripólitískri baráttu og var svo að innan félagsins skiptust menn í pólitískar fylkingar og voru stjórnir kosnar og settar af eftir stjórnmálaskoðunum. Margir stjórnmálamenn hafa byrjað feril sinn innan vébanda félagsins og hefur félagið því stundum verið kallað „elsti stjórnmálaskóli landsins“. Áherslan á stjórnmál minnkaði þó með árunum.
 
Á síðari árum hefur áherslan á stjórnmál fengið að víkja fyrir fjölbreyttara starfi. Félagið byggir nú grundvöll sinn á ræðumennsku og sér meðal annars um [[Morfís]]lið skólans og innanskólaræðukeppnina [[Sólbjartur (ræðukeppni)|Sólbjart]]. Félagið sá um lið skólans í spurningaþættinum [[Gettu betur]] framan af en þurfti að láta það af hendi til [[Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík|Skólafélagsins]] sökum fjárskorts. Það sér þó enn þá um innanskólaspurningakeppnina [[Ratatoskur (spurningakeppni)|Ratatosk]].
 
Félagið heldur tvö böll á hverju ári - [[árshátíð Framtíðarinnar|árshátíðina]], sem er yfirleitt í febrúar, og [[grímuball Framtíðarinnar|grímuballið]] sem er yfirleitt í mars.
Undir Framtíðinni starfa fjöldamörg undirfélög og embættismenn en meðal þeirra eru [[Róðrafélagið]], sem er stuðningsfélag [[MR]] á stærri keppnum, [[Vísindafélagið]], [[Spáfélagið]], [[Spilafélagið]], [[Gjörningafélagið]], [[Skákfélagið]], [[Myndbandanefnd Framtíðarinnar]], [[Zkáldzkaparfélagið]], [[tímavörður Framtíðarinnar]] og ritstjórnir [[Loki Laufeyjarson (skólablað)|Loka Laufeyjarsonar]] og [[Skinfaxi|Skinfaxa]].
 
Félagið var lengi vel ekki opið fyrir [[busi|busum]] og af þeim sökum varð að stofna nýtt nemendafélag, [[Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík|Skólafélagið]], árið [[1963]] þegar lög um nemendaráð tóku gildi.
 
== Embætti ==
[[Forseti]] Framtíðarinnar er æðsti embættismaður félagsins og var fyrsti forseti þess Valtýr Guðmundsson. Fyrsti kvenforsetinn var Ingibjörg Pálmadóttir árið 1949 en alls hafa átta stúlkur gegnt embættinu af 146 forsetum. Þrír forsetar Framtíðarinnar urðu síðar forsætisráðherra Íslands og tveir urðu síðar forseti Íslands. Núverandi forseti Framtíðarinnar er Arnór Gunnar Gunnarsson.