„Tölvuský“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
 
Tölvufræðingurinn [[John McCarthy]] sagði á sjöunda áratugnum að „tölvur gætu einn dag verið skipulagðar sem almenningsþjónusta“. Árið 1966 kom bókin ''The Challenge of the Computer Utility'' eftir [[Douglas Parkhill]] út. Í bókinni voru tölvur bornar saman við rafmagnskerfið, og fjallað var um atriði eins og teygjanleika með framboði, tölvur sem þjónusta og hugmyndina um endalausan forða. Aðrir tölvufræðingar hafa sýnt að tölvuskýið eigi rætur að rekja til sjöunda áratugarins þegar vísindamaðurinn [[Herb Grosch]] (sem fann upp [[Groschs lög]]) spáði að allur heimurinn myndi nota útstöðvar tengdar við móðurtölvur á ekki fleiri en 15 [[gagnaver]]um. Vegna kostnaðar þessara kerfa myndu stór fyrirtæki og aðrir nota þessar tölvur með samvinnslu. Nokkur fyrirtæki, meðal annars [[GM]] og [[IBM]], seldu samvinnsluþjónustur til annarra fyrirtækja sem nothæfa lausn.
 
Helstu þættirnir sem leitt hafa til þess að verið sé að taka upp tölvuskýið í verulegum mæli eru hröð tölvunet með stórri afkastagetu, ódýrar tölvur og geymslutæki, uppbygging þjónustubundinna tölvukerfa og svokölluð „sjálfsstjórn“ (e. ''Autonomic Computing''), þar sem tölvur stjóra sjálfar auðlindum sínum.
 
{{stubbur|tölvunarfræði}}