„Filippseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Gessi (spjall | framlög)
Lína 165:
=== Síðustu ár ===
[[Mynd:Pinatubo ash plume 910612.jpg|thumb|Stórgos í Pínatúbó 1991]]
Í stjórnartíð Aquino var ný stjórnarskrá samin, sem var lík þeirri sem Marcos hafði tekið úr gildi. Filippseyjar urðu lýðveldi á ný með forseta sem æðsta mann stjórnarinnar. Aquino þurfti að fást við nokkrar tilraunir til að steypa henni af stóli. Hún var hins vegar tryggilega studd af æðsta herforingja landsins, Fidel V. Ramos, sem [[1992]] varð fyrsti kjörni forseti landsins sem var mótmælendatrúar. [[1989]] hlutu múslímar á Mindanaó loks sjálfstjórn, sem þó fékkst ekki viðurkennt meðal allra skæruliða múslíma eða kristinna manna. Skærur milli aðilanna héldu því áfram. [[1991]] varð stórgos í eldfjallinu [[Pínatúbó]] á Lúzón. Meðalhiti í heiminum lækkaði við það um 1,5° í fleiri mánuði en gosið í Pínatúbó var eitt allra mesta gos 20. aldar. Tugir þúsundir manna voru fluttir burt úr nánd við eldfjallið. Samt sem áður biðu 875 manns bana í gosinu. Tvær aðalherstöðvar Bandaríkjanna eyðilögðust í gosinu. Þar af leiðandi neitaði stjórn landsins að framlengja samning sinn við Bandaríkin. Því yfirgáfu allir bandarískir hermenn landið, þeir síðustu í september [[1992]]. Árið [[1999]] frömdu maóistar á Filippseyjum fjölda hryðjuverka á Lúson. Þúsundir manna létu lífið. Að sama skapi héldu átökin við múslíma í suðri áfram. Þeir frömdu einnig ýmis hryðjuverk víða í landinu. Þau verstu voru framin [[2005]], þar á meðal í Manila. [[2006]], í forsetatíð Gloria Macapagal-Arroyo, reyndi hluti hersins að ræna völdum. Arroyo lýsti yfir neyðarástandi, sem stóð frá [[24. febrúar]] til [[3. mars]].
 
== Landafræði ==