„Filippseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Gessi (spjall | framlög)
Lína 129:
 
=== Magellan ===
[[Mynd:Magellan mactan.jpg|thumb|Minnisvarði á eyjunni Mactan, þar sem hannFerdinand Magellan lést í bardaga]]
[[16. mars]] [[1521]] kom [[Ferdinand Magellan|Magellan]] siglandi til Filippseyja en hann var á fyrstu hnattsiglingu sögunnar. Hann var fyrsti Evrópubúinn (ásamt áhöfn hans) sem barði Filippseyja augum. Á þessum tíma var Magellan aðeins með 150 menn eftir af mannskap sínum, því afföllin höfðu verið mikil á siglingunni. Magellan kom til nokkurra eyja í suðurhluta eyjaklasans. Á eyjunni Homonhon helgaði hann eyjarnar Spáni en Magellan sigldi fyrir hönd Spánarkonungs, þótt sjálfur væri hann [[Portúgal|Portúgali]]. Spánverjar áttu í fyrstu vinsamleg samskipti við eyjaskeggja og náðu meira að segja að kristna marga þeirra, sérstaklega á Cebu. Einn höfðingjanna á nágrannaeyjunni Mactan neitaði hins vegar að taka kristni, hvað þá að gangast undir Spánarkonung. Því ákvað Magellan að fara þangað með mannskap og neyða spænska yfirvaldið á höfðingjann en nafn hans var Lapu Lapu. Í bardaganum sem fylgdi féll Magellan hins vegar, enda var við ofurefli að etja.