Munur á milli breytinga „Árgerði í Svarfaðardal“

Viðbót
(Ný síða: '''Árgerði''' í Svarfaðardal er bær og gamalt læknissetur skammt sunnan við Dalvík. Upphaflega var Árgerði hjáleiga frá Böggvisstaðir|Böggviss...)
 
(Viðbót)
'''Árgerði''' í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] er bær og gamalt læknissetur skammt sunnan við [[Dalvík]]. Húsið stendur á lágum hól við vesturbakka [[Svarfaðardalsá]]r upp af Árgerðisbrú, sem er aðalbrúin á ánni. Upphaflega var Árgerði hjáleiga frá [[Böggvisstaðir|Böggvisstöðum]]. Þar var lengi stundaður hefðbundinn búskapur en jörðin er lítil. Búskapurinn lagðist af um miðja 20. öld. Árgerði varð læknissetur þegar Sigurjón Jónsson var skipaður héraðslæknir í Svarfdælahéraði árið 1905. Sigurjón bjó í Árgerði til 1938 er hann fékk lausn frá embætti og flutti til Reykjavíkur. [[Ingimar Óskarsson]] náttúrufræðingur frá [[Klængshóll|Klængshóli]] bjó í Árgerði 1938-1945. [[Daníel Á. Daníelsson]] settist síðan að í Árgerði 1945 með fjölskyldu sinni skömmu eftir að hann var skipaður héraðslæknir á Dalvík. Daníer var skáld og ljóðaþýðandi og heima í Árgerði þýddi hann m.a allar sonnettur [[William Shakespeare|Williams Shakespeares]].
 
[[Flokkur: Dalvíkurbyggð]]
Óskráður notandi