|
|
'''Smástirni''' eru tiltölulega lítil berg- og málmkennd [[geimfyrirbærireikistirni]] í [[sólkerfið|sólkerfinu]], sem hafa ekki [[halastjarna|halastjörnuvirkni]], ganga á sporbaugi um [[sólin|sólina]] á sama stað og [[Júpíter]] eða innar og eru of smá til að geta talist til [[pláneta|reikistjarna]]. [[Þvermál]] smástirna er innan við 1000 km. Flest smástirna sólkerfisins finnast í [[smástirnabeltið|smástirnabeltinu]] á milli brauta [[Mars (reikistjarna)|Mars]] og Júpíters. [[Dvergreikistjarna]]n [[Seres (dverreikistjarna)|Seres]] er langstærsta smástirnið en massi hennar er þriðjungur af heildarmassa allra smástirna í smástirnabeltinu.
== Fyrstu smástirnin uppgötvuð ==
[[Mynd:Asteroid Belt-is.png|thumb|Smástirnabeltið]]
Milli brauta [[Mars]] og [[Júpíter]]s eru þúsundir smástirna í s.n. '''smástirnabelti''' og er umferðartími þeirra um [[sólin]]a 4 til 5 jarðar[[ár]]um að meðaltali. Stærð smástirna er mjög mismunandi og ekki er nákvæmlega vitað um hve lítil þau minnstu eru, en talið er að mikill fjöldi þeirra sé undir 1 km í þvermál. [[Seres (dvergreikistjarna)|CeresSeres]], 785 km í þvermál, var fyrsta smástirnið sem uppgötvaðist [[1801]], en er nú talinn til [[dvergreikistjarna]]. Eftir að Ceres fannst var farið svipast um eftir fleiri himintunglum (vísbendingar voru um himinhnött milli Mars og Júpíters, sem gæti jafnvel verið [[reikistjarna]]), en sá fannst [[1804]]. [[Stjörnufræði]]ngar komust að þeirri niðurstöðu að um smástrini væri að ræða og hlaut það nafnið [[Pallas (smástirni)]]. Segja má að smástirnabeltið skiji að ''innri-'' og ''ytri reikistjörnur''.
== Fleiri smástirni finnast ==
|