„Filippseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Gessi (spjall | framlög)
Lína 154:
=== Herseta Japana ===
[[Mynd:Cavite Marinehafen brennt.jpg|thumb|Bandarísk herskip í Manila brenna eftir loftárás Japana]]
[[7. desember]] réðust Japanir á Pearl Harbour á [[Havaí]]. Degi síðar réðust þeir á Filippseyjar í samræmdum loftárásum. Nokkrar bandarískar herstöðvar voru eyðilagðar á Lúson, þar af helmingur lofthers þeirra. Sama dag gengu japanskir hermenn á land í Lúson á 6 mismunandi stöðum. Á skömmum tíma náðu Japanir að hertaka stóran hluta landsins meðan Bandaríkjamenn, undir stjórn [[Douglas McArthursMcArthur]]s, létu undan síga eftir mikla bardaga. Í [[apríl]] [[1942]] gáfust Bandaríkjamenn og Filippeyingar upp á Bataan-skaga við Manilaflóa. Japanir neyddu tugþúsundir hermanna til að ganga 100 km leið til San Fernando, en atburður þessi gekk sem ''Dauðagangan í Bataan'' í söguna. Í 6 daga gengu bandarískir og filippínskir hermenn vatns- og vistalausir í sólinni. Japanir skutu alla til bana sem helltust úr lestinni og frömdu aðra stríðsglæpi á þeim. Um 10-16 þús manns létust, margir úr þorsta, en flestir voru drepnir. Á næstu mánuðum voru nokkrar skæruliðahreyfingar stofnaðar af innfæddum sem börðust gegn japanska setuliðinu. Japanir sjálfir stjórnuðu með mikilli grimmd og frömdu ýmsa stríðsglæpi. Þeir drápu innfædda með ýmsum hætti í stórum stíl, pyntuðu þá, nauðguðu og brenndu suma jafnvel lifandi til bana. Í [[október]] [[1943]] leyfðu Japanir stofnun lýðveldis meðal Filippseyinga. José P. Laurel varð forseti lýðveldisins, en Japanir voru alltaf með í ráðum. Almenningur studdi þessa stjórn því ekki. Það var ekki fyrr en í október [[1944]] að Bandaríkjamenn hófu gagnsókn á Filippseyjum undir stjórn McArthurs. Það tók þá fimm mánuði að ná eyjunum aftur á sitt vald. Hins vegar héldu Japanir Manila í föstum greipum, sem stórskemmdist í bardögum. Bandaríkjamenn náðu henni ekki fyrr en við allsherjar uppgjöf Japana í [[september]] [[1945]]. Ekki gáfust allir Japanir upp. Nokkrir tórðu í frumskógum eyjanna. Sá síðasti kom ekki fram fyrr en [[1974]]. Talið er að um ein milljón Filippseyinga hafi látið lífið í hersetu Japana. Milli 1945 og 1949 fóru fram stríðsréttarhöld yfir japönskum yfirmönnum á Filippseyjum og voru æðstu yfirmennirnir dæmdir til dauða.
 
=== Sjálfstæði ===