„Filippseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Gessi (spjall | framlög)
Lína 133:
 
=== Spænska nýlendan ===
Þrátt fyrir fall Magellans var Spánarkonungur sér meðvitaður um nýju eyjarnar og sendi fjóra leiðangra þangað milli [[1525]]-[[1542]]. Síðasti leiðangurinn var undir stjórn Ruy López de Villalobos, en hann kom til eyjanna Samar og Leyte 1542. Hann gaf þeim heitið Las Islas Filipinas (Eyjar Filippusar) eftir spænska erfðaprinsinum sem síðar varð Filippus II. [[1565]] kom [[Miguel Lopez de LagazpiLegazpi]] til eyjanna milli Lúson og Mindanaó og stofnaði fyrstu spænsku nýlendurnar. Spánn tók Filippseyjar hins vegar ekki formlega til eignar fyrr en [[1569]]. Í kjölfarið var farið í könnunarleiðangra norður með eyjunum og komu Spánverjar til Manilaflóa ári síðar. Þar réðu Múhameðstrúarmenn ríkjum. Í orrustunni við Manila sigruðu Spánverjar þá, en drógu sig engu að síður til baka. Ári síðar, [[1571]], fór Legazpi með heilan flota (17 skip) með 120 Spánverjum og mörg hundruð hermönnum innfæddra til Manila til að herja á soldándæmið þar. Í orrustunni við Bankusay [[3. júní]] gjörsigruðu Spánverjar, bæði sökum þess að þeir voru mannfleiri og búnir miklu betri vopnum. Í [[ágúst]] á sama ári stofnaði Legazpi borgina Manila formlega, þótt þar hafi innfæddir og Múhameðstrúarmenn búið áður (byggðin hét þá Maynilad), en Legazpi brenndi hana niður til kaldra kola. Spánverjar reistu borgarmúra og virki, en sökum góðs hafnarlægis varð Manila brátt höfuðstaður spænsku nýlendunnar á Filippseyjum. Legazpi sjálfur varð fyrsti spænski landstjórinn. Brátt náði Spánverjar stjórn á öllum eyjum Filippseyja, enn ekki gekk það áfallalaust fyrir sig. Innfæddir gerðu oft uppreisn, s.s. [[1586]] í Pampanga, [[1588]] í Tondo og [[1603]] í Sangley. Auk þess eyðilögðu [[Fellibylur|fellibyljir]], [[Jarðskjálfti|jarðskálftar]] og [[eldgos]] nokkrar nýlendur. [[1641]] varð t.d. stórgos í eldfjallinu Parker á Mindanaó sem olli miklum skaða. [[Holland|Hollendingar]] gerðu Spánverjum einnig lífið leitt með sjóránum á siglingaleiðum til eyjanna. Oft voru sjóorrustur háðar milli landanna hingað og þangað við eyjarnar. [[1646]] reyndu Hollendingar að hertaka Filippseyja, en Spánverjar náðu að verjast í fimm sjóorrustum við La Naval de Manila. Spánverjar töluðu um undrið mikla og halda enn þann dag í dag upp á sigur þeirra á Hollendingum.
 
=== Kristniboð ===