„Filippseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: si:පිලිපීනය
Gessi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 310:
| 4 || Mainitvatn || 173 || Mindanaó || 223 m
|}
 
== Veðurfar ==
Filippseyjar eru í [[hitabelti]]nu og þar eru eingöngu tvær árstíðir: Regntími og þurrkatími. Regntíminn einkennist af [[monsún]]signingum, en þá getur rignt í margar vikur. Rigningin getur verið svo mikil að hætta skapast af völdum flóða, aurskriða og annað. Víða á eyjunum eru [[Regnskógur|regnskógar]] þar sem rigning fellur nær daglega. Rigningartíminn er yfirleitt frá nóvember til mars, en hann flytur svalara loft frá hafinu. Kaldasti mánuðurinn er janúar. Á þurrkatímanum rignir líka, en í miklu minna mæli. Hlýjasti mánuðurinn er maí. Samspil úrkomu og hita má setja upp í töflu:
 
{|class=wikitable width=60%
|-
!width=15%|Mánuður !!Des!!Jan!!Feb!!Mar!!Apr!!Maí!!Jún!!Júl!!Ág!!Sep!!Okt!!Nóv
|-
!Úrkoma
|colspan=6 bgcolor=yellow|<CENTER>'''ÞURRKATÍMI''' ||colspan=6 bgcolor=green|<CENTER> '''REGNTÍMI'''
|-
!Hiti
|colspan=3 bgcolor=blue|<CENTER>'''SVALT''' ||colspan=9 bgcolor=red|<CENTER>'''HEITT'''
|}
 
=== Fellibyljir ===
Filippseyjar liggja á leið [[Fellibylur|fellibylja]] (filipínó: bagyo), sem koma að austan frá [[Kyrrahaf]]i. Fellibyljatíminn er frá júlí til október. Árlega fara að meðaltali 9 hitabeltisstormar og fellibyljir um eyjarnar og koma yfirleitt að landi á austurhluta eyjanna, sérstaklega á Lúson. Þrátt fyrir að Manila sé á vesturströnd Lúson, þá kemur fyrir að borgin lendi í fellibyl með alvarlegum afleiðingum. Mestur fjöldi fellibylja sem skollið hafa á Filippseyjum á einu ári voru 19 árið [[1993]]. Fæstir hafa þeir verið fjórir. Versti fellibylurinn sem skollið hefur á eyjarnar var Thelma í nóvember [[1991]], en í honum létust rúmlega 5 þús manns. 1.200 annarra var saknað.
 
== Grunnstoðir þjóðfélagsins ==
 
=== Orkumál ===
Helstu orkugjafar Filippseyja eru [[olía]], [[jarðgas]], [[viður]] og [[kol]]. Á eyjunni Palawan er stórt jarðgassvæði. Gasið er leitt um sjó og land 500 km leið til Batangas City á Lúzon. Gasið er að mestu notað í orkuver á Manila-svæðinu sem alls framleiða 8 GW. Þar með hefur innflutningþörf landsins á olíu og gasi minnkað gríðarlega. Á síðustu áratugum hafa vatnsorka og jarðvarmi bæst við. Stærsta vatnsorkuver landsins er við Agusfljót á Mindanaó, en það framleiðir 418 MW. Filippseyjar eru næstmesti notandi [[Jarðvarmi|jarðvarmaorku]] í heimi (á eftir Bandaríkjunum), enda fyrirfinnst jarðvarmi nær alls staðar í landinu. Árið [[2010]] var notkunin 1.904 GW, en það er 27% af rafmagnsnotkun landsins. Aðeins [[Ísland]] er með hærra hlutfall (30%). [[Vindorka]]n hefur einnig nýlega bæst við. Við Ilocos Norte var vindorkuver tekið í notkun [[2002]] sem framleiðir 40 MW. Til stendur að smíða tvö [[Sjávarfallaorka|sjávarfallaorkuver]] í landinu.
 
=== Samgöngur ===
[[Mynd:Jeepney.jpg|thumb|Jeepney er mjög vinsælt farartæki á Filippseyjum]]
Á eftir bifreiðinni eru ferjur langmest notaða samgöngutæki á Filippseyjum. Alls staðar eru ferjuhafnir sem sigla til allra stóru eyjann í eyjaklasanum, en einnig til smærri eyja. Flugsamgöngur eru einnig mikið notaðar. Í landinu eru 85 almennir flugvellir. Helsta flugfélag landsins er Philippine Airlines, en það flýgur til langt út fyrir landsteinana. Ólíkt öðrum asískum löndum er [[járnbraut]]arkerfið frekar lítið á Filippseyjum. Það samanstendur nær eingöngu af einni línu á Lúson, frá San Fernando yfir Manila og til Legazpi. Áætlanir eru uppi um að stækka netið mjög á næstu árum og þá einnig á Panay og Mindanaó. Sérfyrirbæri á Filippseyjum er hinir svokölluðu Jeepneys. Það eru stækkaðir og umbreyttir Willisjeppar sem Bandaríkjamenn skildu eftir við brottför sína. Jeepneys eru nokkurs konar smárútur eða stórir bílar sem fólk getur hoppað upp í að vild. Margir þeirra eru því troðfullir.
 
=== Heilbrigðismál ===
Á Filippseyjum eru skráð 2.400 sjúkrahús og 90 þús læknar. Þetta gera 1 lækni á hverja 833 íbúa. Flest sjúkrahúsin búa þó við fjárskort og eru því ekki búin bestu tækjum. Meðhöndlun sjúklinga er ókeypis þjónusta, en sjúklingar verða þó að greiða fyrir lyfin sjálfir.
 
=== Menntun ===
Samkvæmt innlendum stofnunum eru 93,4% landsmanna læsir og er það jafnt milli kynja. Rúmlega 2000 háskólar (eða skólar á háskólastigi) eru í landinu öllu. Elsti þeirra er Santo Tomas háskólinn í Manila, en hann var stofnaður [[1611]]. Þar með er hann elsti nústarfandi háskóli Asíu.
 
== Menning ==
 
=== Bókmenntir ===
Stærstur hluti bókmennta landsins hefur verið ritaðar á spænsku, enda komu fram margir rithöfundar á [[19. öldin|19. öld]] meðan Spánverjar réðu yfir eyjunum. Helstu rithöfundar landsins, s.s. [[Pedro Paterno]], þjóðhetjan [[José Rizal]], [[Marcelo del Pilar]] og [[Francisco Balagtas]] rituðu allir á spænsku. Helsti rithöfundar landsins sem rituðu á filipínó eru áðurnefndur Balagtas og [[Patricio Mariano]].
 
=== Vefnaður ===
[[Mynd:Ifugao Fabrics.png|thumb|Vefnaður frá Filippseyjum]]
Dæmigerður innlendur vefnaður er þekktur hjá nokkrum ættflokkum. Itneg-fólkið er þekkt fyrir ofin teppi, kölluð Binakol. Mynstrið er þannig úr garði gert að það býður upp á missýn, eftir því hvernig á það er horft. Ga‘dang-fólkið vefur með perluskrauti sem ofinn er í klæðin eða teppin. Aðrir ættbálkar, s.s. Ilongot-fólkið, notar ekki bara perlur, heldur líka nef stórra fugla, harða plöntuhluta og málma. Á Mindanaó er gjarnan fléttað með þráðum Abaca-plöntunnar. Afurðin er þekkt víða í heiminum sem Manila-hampur.
 
=== Íþróttir ===
Ein útbreiddasta íþróttagrein alþýðunnar er sípa. Hér er um nokkurs konar fótboltatennis að ræða, þ.e. nota þarf fæturna til að koma bolta, yfirleitt gerður úr pálmablöðum, yfir net. Vinsælustu klassískar íþróttir eru [[körfubolti]] og [[bardagaíþrótt]]ir. Í körfubolta eru Filippseyingar margfaldir asískir meistarar. Besti árangur þeirra á HM er þriðja sætið. Á eyjunum eru ýmsar bardagaíþróttir stundaðar af kappi, en þær eru mjög mismunandi eftir greinum. [[2009]] gaf Arroyo forseti út lög sem gáfu íþróttinni Modern Arnis stöðu sem þjóðaríþrótt og þjóðarbardagaíþrótt. [[Knattspyrna]] er ung íþrótt, enda var eyjunum stjórnað af Bandaríkjamönnum til 1946. Íþróttin er langt á eftir körfuboltanum í landinu. Filippseyjar hafa tekið þátt í [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikunum]] síðan [[1924]] ([[París]]), fyrir utan [[1980]] er landið hunsaði leikana í [[Moskva|Moskvu]] vegna áhrifa frá Bandaríkjunum. Filippseyjar voru fyrsta hitabeltislandið til að taka þátt í vetrarólympíuleikum. Stærsta íþróttahátíð eyjanna kallast Palarong Pambasa, en hún hefur verið haldin síðan [[1948]]. Þetta er nokkurs konar skólakeppni í ýmsum íþróttagreinum. Keppt er í fótbolta, [[golf]]i, [[bogfimi]], [[badminton]], [[Hafnabolti|hafnabolta]], [[skák]], [[Fimleikar|fimleikum]], [[tennis]], [[Sund (hreyfing)|sundi]], [[borðtennis]], [[taekwondo]], [[Frjálsar íþróttir|frjálsum]] og [[blak]]i.
 
=== Matargerð ===
[[Mynd:Balut001.jpg|thumb|Á Filippseyjum er gjarnan borðað balut, þ.e. frjótt egg með hálfstálpuðu fóstri]]
Matargerð á Filippseyjum er nokkurs konar sambland af spænskum, mexíkönskum, kínverskum, indverskum, japönskum og bandarískum áhrifum. Á eyjunum er mikið borðað af fiski og sjávarafurðum, oftast með [[hrísgrjón]]um, en þau eru höfuðfæða eyjaskeggja. Fiskurinn er tilreiddur á ýmsan hátt og jafnvel borðaður hrár (kryddaður). Af kjöti er svínið vinsælt, nema meðal múslíma í suðri. Þjóðarrétturinn er adobo, sem gjarnan er gerður úr svínakjöti, en einnig úr naut eða kjúklingi. Auk kryddtegunda er edik, sojasósa eða kókosmjólk sett í hann, allt eftir því héraðinu. Langar núðlur tákna langlífi og eru gjarnan borðaðar á afmælisdögum. Vinsæll forréttur (eða snakk) er balut, en það er frjótt egg, steikt eða soðið. Í egginu er hálfstálpað fóstur sem þykir mikið gómsæti. Þannig er eggjahvítan eða rauðan fyrst sogin út, en síðan er harði hlutinn borðaður (fóstrið). Í eldri tíð trúðu menn að balut yki kynhvötina. Filippseyingar borða ekki með prjónum, heldur með hnífapörum. Þó aðallega með gaffli og skeið. Úti á landi er einnig borðað með fingrunum.
 
=== Helgidagar ===
Helstu helgidagar:
 
{| class="wikitable"
|-
! Dags. !! Helgidagur !! Ath.
|-
| [[1. janúar]] || Nýársdagur ||
|-
| Breytilegt að vetri || Kínverskur nýársdagur||
|-
| [[2. febrúar]] || Stjórnarskrárdagur ||
|-
| [[25. febrúar]] || Minningardagur People Power || Til minnis um hreyfingarnar sem leiddu til falls Marcosar
|-
| Breytilegt að vori || [[Skírdagur]] ||
|-
| Breytilegt að vori || [[Föstudagurinn langi]] ||
|-
| Breytilegt að vori || [[Páskar|Páskadagur]] || Einn dagur
|-
| Næsti mánudagur við [[9. apríl]] || Dagur heiðursins || Til minnis um dauðagönguna í Bataan
|-
| [[1. maí]] || Verkalýðsdagurinn ||
|-
| Næsti mánudagur við [[12. júní]] || Sjálfstæðisdagurinn || Dagurinn sem Filippseyjar lýstu yfir sjálfstæði
|-
| [[27. júlí]] || Kirkjudagur Iglesia Ni Cristo || Stofndagur samnefndrar kirkju
|-
| Næsti mánudagur við [[21. ágúst]] || Dagur Benigno Aquino || Dánardagur Benigno Aquino
|-
| Síðasti mánudagur í ágúst || Dagur hetjanna || Til minnis um hróp Pugad Lawin sem upphaf uppreisnarinnar 1895
|-
| [[1. nóvember]] || Allraheilagramessa ||
|-
| [[2. nóvember]] || Allrasálumessa ||
|-
| Breytilegt að hausti || Eidul Fitr || Hátíð Múhameðstrúarmanna
|-
| [[30. nóvember]] || Dagur Bonifacio || Fæðingardagur Andrés Bonifacio
|-
| [[24. desember]] || [[Aðfangadagur]] ||
|-
| [[25. desember]] || Jóladagur || Einn dagur
|-
| [[30. desember]] || Dagur Rizals || Dánardagur þjóðhetjunnar José Rizal
|-
| [[31. desember]] || [[Gamlársdagur]] ||
|}
 
=== Heimsminjar ===
Þrír staðir á Filippseyjum eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]] menningarlegs eðlis.
 
{| class="wikitable"
|-
! Ár !! Heimsminjar !! Ath.
|-
| [[1993]] || 4 Ágústínusarkirkjur (elstu kirkjur landsins) || Í Manila, Santa Maria, Paoay, Miagao
|-
| [[1995]] || Hrísgrjónastallar á Lúson ||
|-
| [[1999]] || Miðborgin í Vigan á Lúson || Elsta nýlenduborg Spánverja
|}
 
Auk þess eru tveir landfræðilegir staðir á náttúruminjaskrá UNESCO:
*Kóralrifið Tubbataha í Súlúhafi (síðan 1993)
*Þjóðgarðurinn Puerto Princesa á eyjunni Palawan (síðan 1999).
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Philippines|mánuðurskoðað=6. janúar|árskoðað=2013}}
* {{wpheimild|tungumál=en|titill=Philippinen|mánuðurskoðað=6. janúar|árskoðað=2013}}
 
== Tenglar ==