„Njáll Þorgeirsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
karlinn skegglausi
tenglar
Lína 1:
'''Njáll Þorgeirsson''', ''Brennu-Njáll'', ''Njáll á Bergþórshvoli'', var stórbóndi, lögspekingur og forspár maður, sem bjó á [[Bergþórshvoll|Bergþórshvoli]] í [[Landeyjar|Vestur-Landeyjum]] á síðari hluta [[10. öldin|10. aldar]] og fram yfir [[1010]]. Hann kom mjög við sögur um þetta leyti og virðist hafa verið áhrifamikill í landsmálapólitík síns tíma. Kona hans var [[Bergþóra Skarphéðinsdóttir]] og segir Njála að hún hafi verið drengur góður. Börn þeirra voru sex að sögn Njálu, 3 synir og 3 dætur. Skarphéðinn, Grímur og Helgi, sem jafnan eru kallaðir til samans [[Njálssynir]] og dæturnar Þorgerður og Helga, en sú þriðja er ekki nefnd. Komið hafa fram kenningar um það að Njáll og Bergþóra hafi átt tvær dætur er heitið hafi Þorgerður. Auk þess átti Njáll soninn Höskuld með Hróðnýju Höskuldsdóttur frá [[Keldur á Rangárvöllum|Keldum]]. Svo var fóstursonur Njáls og Bergþóru [[Höskuldur Þráinsson|Höskuldur Hvítanessgoði Þráinsson]].
 
Njáll og [[Gunnar á Hlíðarenda]] voru bestu vinir og varð þeim aldrei sundurorða. Konur þeirra hötuðust hins vegar, Bergþóra og [[Hallgerður langbrók|Hallgerður]], og létu þær árum saman drepa [[Húskarlavígin|húskarla]] hvor fyrir annarri en Njáll og Gunnar bættu jafnan hina vegnu með vaxandi gjöldum. Þessi mannvíg ásamt fleiru drógu Njálssyni og Gunnar inn í atburðarás, sem þeir réðu ekki við og varð þeim að lokum öllum að bana.