„Gunnar Hámundarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lagaði tengil + atgeirinn
+ Njáll
Lína 2:
 
Gunnar var mikill bardagamaður og stóðst honum enginn snúning jafnvel þó að um ofurefli væri að ræða. Hann bar af öðrum mönnum um afl og líkamsburði að því er Njála segir og er sagt að hann hafi stokkið hæð sína í fullum herklæðum. Hann var afburða bogskytta og í návígi notaði hann [[atgeir]], sem menn telja að hafi verið sambland af spjóti og öxi á löngu skafti.
 
Gunnar var mikill vinur [[Njáll á Bergþórshvoli|Njáls á Bergþórshvoli]] og sótti til hans góð ráð. Njáll ráðlagði honum að vega ekki aftur í sama knérunn, það merkir að hann skyldi ekki vega mann af sömu ætt og einhver sem hann hefði vegið áður, því að það yrði hans bani. Eins og oftar reyndist Njáll sannspár í þessu, því að Gunnar var drepinn eftir að hann hafði vegið tvo af ættmennum [[Gissur hvíti|Gissurar hvíta]] og þeirra [[Mosfellingar|Mosfellinga]].
 
Gunnar giftist [[Hallgerður Höskuldsdóttir|Hallgerði Höskuldsdóttur]] frá Höskuldsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Hún er þekkt sem [[Hallgerður langbrók]]. Hann var þriðji maður hennar. Var um hana sagt að hún hefði ráðið báðum fyrri mönnum sínum bana, en það var þó alls ekki rétt nema varðandi þann fyrsta.