„Tage Ammendrup“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
María Ammendrup (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Kfk (spjall | framlög)
Lína 28:
Árið 1952 hófst hin eiginlega plötuútgáfa Íslenzkra tóna og henni lýkur áríð 1964. Íslenzkir tónar var fyrst útgáfufyrirtækja til að standa að viðamikilli útgáfu á íslenskum dægurlögum. Á tímabilinu 1952-1964 gaf fyrirtækið út í kringum hundrað 78 snúninga plötur, um hundrað 45 snúninga plötur og tvær (tvöfaldar) 33 snúninga plötur. Óhætt er að segja að Tage hafi gefið út stærstan hluta þeirra platna sem komu á þessum árum.<ref>Sbr. Jón R. Kjartansson: Skrá yfir íslenzkar hljómplötur 1907 – 1955. Útg. 1955.</ref> Samhliða plötuútgáfunni gaf Tage út ritið [[Hljómplötunýjungar]] árið 1954.
 
Útgáfan endurspeglaði víðsýni Tage og fjölbreyttan tónlistarsmekk. Mest var gefið út af dægurlögum, en einnig voru gefnar út klassískar plötur, sönglög, þjóðlög, jazz, sveitatónlist og rokk. Nokkrar barnaplötur voru gefnar út, syrpuplötur með sígildum slögurum og plata með íslenskum rímum. Tage fékk hæfustu listamenn til liðs við sig og meðal söngvara sem sungu inn á plötur Íslenzkra tóna voru: [[Sigfús Halldórsson]], [[Svavar Lárusson]], [[Soffía Karlsdóttir]], [[Alfred Clausen]], [[Sigrún Jónsdóttir]], [[Ingibjörg Þorbergs]], [[Helena Eyjólfsdóttir]], [[Jóhann Möller]], [[Nora Brocksted]], [[Elly Vilhjálms]], [[Ragnar Bjarnason]], [[Skapti Ólafsson]] og [[Óðinn Valdimarsson]]. Einnig sungu klassískir söngvarar inn á plötur: [[Guðrún Á. Símonar]], [[Sigurður Ólafsson]], [[María Markan]], [[Þuríður Pálsdóttir]], [[Kristinn Hallsson]], [[Magnús Jónsson]], [[Sigurður Björnsson]] og [[Ketill Jensson]].
 
Nokkur þekkt lög sem Íslenzkir tónar gáfu út: Litla flugan, Söngur villiandarinnar, Hreðavatnsvalsinn, Bílavísur, Manstu gamla daga, Litli vin, Meira fjör, Lukta-Gvendur, Sjómannavalsinn, Ágústnótt, Sjana síldarkokkur, Síldarvalsinn, Aravísur, Guttavísur, Pabbi vill mambo, Það var lítið hús (Nora Brocksted), Hvítir mávar, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, lögin úr Deleríum Búbonis, Einsi kaldi úr Eyjunum, Í kjallaranum, Komdu niður, Maja litla, Fjórir kátir þrestir, Hún var með dimmblá augu, Þórsmerkurljóð, Ég er kominn heim, Á morgun, Ég veit þú kemur, Ömmubæn, Ship-ohoj, Ef þú giftist mér, Blikandi haf, Allt á floti, Gamla gatan, Það er draumur að vera með dáta og svo má lengi telja.<ref>Sjá ítarlega umfjöllum um Íslenzka tóna og allar útgefnar plötur http://is.wikipedia.org/wiki/Íslenzkir_tónar</ref>