„Siglufjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 88.149.120.219 (spjall), breytt til síðustu útgáfu LaaknorBot
Lína 24:
== Menning ==
Einn þekktasti íbúi Siglufjarðar á fyrri tíð var séra [[Bjarni Þorsteinsson]], sem varð sóknarprestur Siglufjarðar [[1888]] og gegndi því embætti í hálfa öld. Hann lét til sín taka í mörgum framfaramálum en er þó þekktastur fyrir [[tónverk]] sín og söfnun íslenskra [[þjóðlög|þjóðlaga]], en óhætt er að segja að hann hafi bjargað mörgum þeirra frá glötun. Nú er [[Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar]] rekið á Siglufirði og var það vígt árið [[2006]] í tilefni af aldarafmæli útkomu þjóðlagasafns Bjarna. Einnig er árlega haldin þjóðlagahátíð á Siglufirði.
Ljóðasetur Íslands tók til starfa á Siglufirði árið 2011, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, vígði setrið við hátíðlega athöfn þann 8. júlí það ár. Á setrinu er leitast við að kynna gestum íslenskan kveðskap á fjölbreyttan og lifandi hátt. Ljóðahátíðin Glóð hefur verið haldin árlega á Siglufirði frá árinu 2007 og mörg af þekktustu ljóðskáldum landsins hafa komið þar fram auk heimamanna. Það eru Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands sem standa að hátíðinni.
 
== Tenglar ==