„Wikipedia:Samþykktir og stefnur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
: Regluverkið er til þess að greiða fyrir verkefni okkar, ekki þvælast fyrir því.
===Samþykktir um efni===
; [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|Sannreynanleikareglan]]
: Allt efni sem sett er inn á Wikipediu skal vera sannreynanlegt. Það þýðir að vísa þarf til [[Hjálp:Áreiðanlegar heimildir|áreiðanlegra heimilda]] fyrir fullyrðingum í greinum.
; [[Wikipedia:Engar frumrannsóknir|Engar frumrannsóknir]]
: Wikipedia birtir ekki frumrannsóknir. Efni á henni þarf að eiga sér aðra áreiðeinlega og opinbera uppsprettu. Undir frumrannsóknir fellur að draga sjálfstæðar ályktanir af birtum heimildum sem ekki eru augljósar.
; [[Wikipedia:Hlutleysisreglan|Hlutleysisreglan]]
: Greinar á Wikipediu skulu skrifaðar út frá hlutlausu sjónarhorni og ekki draga taum einnar afstöðu umfram aðra. Innbyrðis vægi umfjöllunar í grein skal endurspegla raunverulegt vægi í birtum og áreiðanlegum heimildum.
; [[Wikipedia:Æviágrip lifandi fólks|Æviágrip lifandi fólks]]
: Æviágrip lifandi fólks falla undir undantaldar þrjár reglur eins og allar aðrar greinar Wikipediu. Það er hins vegar sérstök ástæða til þess að vera á varðbergi í æviágripum og framfylgja reglunum af meiri hörku. Órökstuddar fullyrðingar um lifandi einstakling sem ekki eru augljóslega sannar skal fjarlæga ef engin heimild finnst, sérstaklega ef fullyrðing sýnir einstakling í neikvæðu ljósi.
; [[Wikipedia:Árásarsíður|Árásarsíður]]
: Áframhald af síðustu reglu. Árásarsíðu sem beint er gegn einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, félagi o.s.frv. skal eytt tafarlaust. Ærumeiðandi texti skal jafnframt fjarlægður úr breytingaskrám greina.
; [[Wikipedia:Höfundaréttur|Höfundaréttur]]
: Sá texti sem notendur sjálfir hafa skrifað og vistað á Wikipediu fellur undir [[Frjálst efni|frjálst afnotaleyfi]] ([http://creativecommons.org/licenses/by-sa/3.0/ CC-BY-SA 3.0]). Það leyfi verður ekki tekið til baka síðar. Óheimilt er að afrita texta sem nýtur verndar höfundaréttar inn á Wikipediu.
; [[Wikipedia:Margmiðlunarefni|Margmiðlunarefni]]
: Margmiðlunarefni sem fellur undir frjáls afnotaleyfi á hlaða inn á Wikimedia Commons. Efni sem ekki fellur undir slíkt leyfi er aðeins leyfilegt að setja inn á íslensku Wikipediu að uppfylltum ströngum skilyrðum. Að öðrum kosti er því eytt.
 
===Samþykktir um samfélag===
; [[Wikipedia:Breytingadeilur|Breytingadeilur]]