„Íþróttavöllurinn á Melunum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m flokkun
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
 
==Saga vallarins==
Íþróttavöllurinn við Melana var vígður [[11. júní]] árið [[1911]], í tilefni 100 ára afmælis [[Jón Sigurðsson|Jóns Sigurðssonar]] [[17. júní]], [[1911]], en [[Íþróttasamband Reykjavíkur]] stóð að framkvæmdunum. Fyrsta mótið sem var haldið þar var vikulangt íþróttamót Ungmennafélags Íslands, einmitt í tilefni af hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Hið sama ár fór fram leikur milli [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] og [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]] til þess að kynna knattspyrnuíþróttina fyrir þjóðinni, en það var fyrsti opinberi leikurinn sem fór fram á [[Ísland]]i.
 
Í kringum völlin stóð tveggja metra há bárujárnsgirðing. Norðanmegin við völlin voru áhorfendapallar en engin sæti voru við völlin í fyrstu. Fyrstu endurbæturnar á vellinum voru gerðar árið 1919 þegar danska liðið AB kom í heimsókn. Sæti voru síðan loks byggð við völlinn þegar [[Eldeyjar-Hjalti|Hjalti Jónsson]] fékk leyfi til þess að reisa turn sem rúmaði hann og hans nánustu, eða rúmlega 10 mans. Hjalti gaf vellinum turninn seinna meir og varð hann einhverkonar heiðursstúka forystumanna íþróttasamtakanna í Reykjavík.