„Wikipedia:Notendur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 34:
{{Nafnarými}}
:Sjá einnig: [[Hjálp:Notandasíðan mín]]
Allir skráðir notendur Wikipediu hafa aðgang að sérstakri notandasíðu sem þeir geta notað nokkuð frjálslega en þó innan skynsamlegra marka. Notendasíður eru sérstakt [[Wikipedia:Nafnarými|nafnarými]] á vefnum. Hverjum notanda fylgir einnig [[Hjálp:Spjallsíður|notandaspjall]]. Notendasíðurnar eru gagnlegar fyrir notendur til þess að kynna sig, skipuleggja vinnu sína, skrifa uppköst að greinum, koma á tengslum við aðra notendur og taka þátt í samvinnuverkefnum. Notendur geta hagað útliti og uppsetningu á síðunum eins og þeir vilja á meðan þær eru tengdar störfum þeirra á Wikipediu og síðan er verkefninu ekk til álitshnekkis. Notendur eru þó ''ekki eigendur'' sinna notendasíða og á endanum er það Wikipediu hlutskipti Wikipediusamfélagsins í heild að ákvarða það hvað telst eðlileg notkun á notendasíðum í vafatilfellum. Notandasíður ''eru ekki'' [[blogg]], hýsingarþjónusta fyrir ótengt efni, [[samfélagsmiðill]] eða vettvangur til þess að básúna skoðunum notenda um ýmis hugðarefni þeirra. Það er sömuleiðis illa séð að byggja notandasíðu upp eins og hún sé grein þannig að ruglingi geti valdið. Sömu skilyrði um [[frjálst efni]] gilda á notandasíðum eins og á öllum öðrum síðum Wikipediu þannig að ekki er heimilt að nota þar ófrjálst myndefni eða afrita þangað texta sem nýtur verndar höfundaréttar.
 
Innan Wikipediasamfélagsins hefur verið litið svo á að notendur hafi ''rétt á því að hverfa'' ef þeir vilja ekki lengur tengjast verkefninu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að [[Wikipedia:Möppudýr|möppudýr]] eyði notandasíðu ef notandinn fer fram á það. Framlög notandans í [[Wikipedia:breytingaskrá|breytingaskrá]]m og athugasemdir eftir hann á spjallsíðum halda sér hins vegar. Það er nauðsynlegt vegna sjónarmiða um höfundarétt og til þess að varðveita samhengi í umræðum.