„Þorleifs þáttur jarlaskálds“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Bætti við heimild og fleiru
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þorleifs þáttur jarlaskálds''' er stutt frásögn eða smásaga, sem telst til Íslendingaþátta. Þar segir frá Þofleifi Ásgeirssyni frá Brekku í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] og viðskiptum hans við [[Hákon Sigurðarson Hlaðajarl]]. Þorleifur hafði siglt frá Íslandi til Noregs í verslunarferð. Þar hitti hann fyrir Hákon jarl sem rændi hann öllum varningi, brenndi skip hans og lét drepa förunauta hans alla. Þorleifur komst undan og fór til Danmerkur þar sem hann gerðist hirðskáld [[Sveinn tjúguskegg|Sveins konungs tjúguskeggs]]. Seinna kom hann fram greypilegum hefndum á Hákoni Hlaðajarli er hann náði að þylja yfir honum magnað níðkvæði sem hann hafði ort. Það hrein á jarli svo að hann missti heilsuna og varð aldrei samur maður eftir. Af þessu fékk hann viðurnefni og var kallaður Þorleifur jarlaskáld eða Þorleifur jarlsskáld. Þorleifur kemur fyrir í fleiri fornritum, svo sem í [[Svarfdæla saga|Svarfdæla sögu]] en hann og Ólafur völubrjótur bróðir hans voru banamenn berserksins [[Klaufi Hafþórsson|Klaufa Hafþórssonar]]. Systir hans var [[Yngveldur fagurkinn]], lykilpersóna á Svarfdælu. Lítið er til af kveðskap Þorleifs, þó eru nokkrar vísur eftir hann tilfærðar í Svarfdælu, Þorleifs þætti, Landnámabók og víðar. Þorleifs þáttur jarlaskálds er talinn ritaður um 1300. <ref>Jónas Kristjánsson 1956. Formáli að Þorleifs þætti jarlsskálds. Íslensk fornrit IX, Hið íslenska fornritafélag</ref>
 
Skáldsaga [[Þórarinn Eldjárn|Þórarins Eldjárns]], ''[[Hér liggur skáld]]'' (Rvík 2012), er um Þorleif.
 
== Heimildir ==