„Miley Cyrus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JYBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: ga:Miley Cyrus
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
| nafn = Miley Cyrus
| búseta = Los Angeles
| mynd = Miley_cyrus_2009Miley Cyrus at the The Hunger Games world premiere 2012.jpegjpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti = Miley á frumsýningu Hunger Games árið 20092012
| fæðingarnafn = Destiny Hope Cyrus
| fæðingardagur = {{Fæðingardagur og aldur|1992|11|23}}
Lína 62:
Miley hafði nú þegar byrjað að breyta ímynd sinni í fullorðnari einstakling seinni hluta ársins 2008, þegar fulltrúar hennar höfðu samið við rithöfundinn Nicholas Sparks um að skrifa handrit fyrir kvikmynd sem átti að verða farartæki Cyrus upp á stjörnuhimininn til að kynna hana fyrir eldri áhorfendum en þeim sem hún hafði öðlast í gegnum ''Hönnuh Montana''. Sparks og Jeff Van Wie skrifuðu síðan handritið að ''The Last Song''. Það var mikilvægt fyrir Miley að hún myndi ekki vera í leikaraliðinu sem söngvari: „Ég vildi ekki vera söngvari í enn einni myndinni. Ég vil ekki gera það lengur. Þú hefur enga hugmynd um hvað ég hef fengið mörg söngleikjatilboð. Ég vil gera eitthvað aðeins alvarlegra.“ Í mars 2009 gaf Cyrus út ''Miles to Go'', ævisögu sem var einnig skrifuð af Hilary Liftin sem fjallaði um líf hennar þangað til hún varð sextán ára. Cyrus lék Miley Stewart/Hönnuh Montana í ''Hannah Montana: Kvikmyndin'' sem kom út 10. apríl 2009. Bæði kvikmyndin og diskurinn með lögunum úr myndinni, sem voru tólf og sungin af Cyrus, urðu mjög vinsæl. Aðalsmáskífa plötunnar, „The Climb“, náði inn á Topp 40 lista í 12 löndum og kynnti Cyrus fyrir hlustendum fyrir utan hennar venjulega hlustunarhóp. Miley hafði hugsað sér að enda Hönnuh Montana eftir þriðju þáttaröðina sem kláraðist 5. júní 2009 en Disney hélt áfram að ræða möguleika um fjórðu þáttaröðina.
 
[[Mynd:Miley Cyrus Wonder World concert at Auburn Hills 02.jpg‎|thumb|250px|Miley flytur lagið „Start all over” á tónleikaferðalaginu „Wonder World”]]
[[Mynd:Miley_cyrus_hannah_montana_premiere.jpg‎|thumb|Miley á frumsýningu Hönnuh Montana kvikmyndarinnar]]
Í maí 2008 færði Gossett, umboðsmaður Miley til langs tíma, sig frá Cunningham Escott Slevin Doherty skrifstofunni yfir til United Talent Agency (UTA), að hluta til með þær væntingar að geta gert feril Cyrus enn stærri ef hann hefði stærra bakland. Um ári seinna, í júní 2009, hætti Cyrus bæði hjá Gossett og UTA, sem hafði nýlega samið um ''The Last Song'' og fjórðu þáttaröðina af Hannah Montana, og gekk til liðs við Creative Artists Agency, sem hafði áður verið fulltrúar hennar í tónlist. Nikki Finke, sem sagði frá fréttunum, sagði: „Er þetta sanngjarnt gagnvart UTA? Auðvitað ekki. En ég hef heyrt að þetta er ákvörðun sem móðir Miley, Trish, tók“. Í einkalífinu endaði Miley níu mánaða samband sitt við [[Justin Gaston]] í júní, stuttu áður en hún átti að fljúga til [[Georgía (fylki)|Georgíu]] til að taka upp ''The Last Song''. Á meðan tökum á myndinni stóð byrjaði hún ástarsamband við meðleikara sinn í ''The Last Song'', [[Ástralía|Ástralann]] [[Liam Hemsworth]]. Hún kallaði hann síðar „fyrsta alvöru kærastann sinn“.
 
Framleiðsla á ''The Last Song'' stóð frá 15. júní 2009 til 18. ágúst 2009. Í millitíðinni gaf Cyrus út þriðju Hannah Montana-plötuna og gaf út eina smáskífu, „Party in the USA“. Smáskífan náði 2. sæti á Billboart Hot 100 listanum sem er besti árangur hennar hingað til.
 
Flutningur Cyrus á „Party in the USA“ á Teen Choice Awards þetta ár varð til þess að hún fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum, þar sem sumir áhorfendur gagnrýndu ögrandi fatnað hennar og vísanir í súludans væru óviðeigandi fyrir stúlku á hennar aldri, þá sextán ára, og fyrir unga aðdáendur hennar. Cyrus var einnig gagnrýnd fyrir það að eiga í ástarsambandi við Gaston sem er fimm árum eldri en hún og fyrir mynd af henni og vinum hennar þar sem þau væru að teygja á sér augun, sem samtök [[Kína|kínverskra]] [[Bandaríkin|Bandaríkjamanna]] sögðu að væri óvirðing við [[Asía|Asíubúa]]. Cyrus baðst afsökunar á myndinni og eyddi henni af heimasíðu sinni, varði gjörðir sínar og sagði, „Ég var ekki á neinn hátt að gera grín að neinu þjóðerni!“. Þann 8. október 2009 eyddi Miley Twitter-síðunni sinni og sagðist vilja meira næði. Hún sagði einnig við tímaritið Parede, „Ég eyddi Twitter-aðgangnum mínum vegna þess að ég sagði þar að ég tryði á giftingu samkynhneigðra vegna þess að allir hafa rétt á því að elska hver annan og ég fékk mikið að haturs-póstum sem sögðu að ég væri slæm manneskja.“ Miley var mjög vinsæl á þessari síðu: um 2 milljónir manna skoðuðu síðuna hennar á hverjum degi. Frá 14. september 2009 til 29. desember 2009 var Miley íá tónleikaferðalaginu ''Wonder World'' túrnum til að kynna nýjustu plötuna sína, ''Breakout'' og ''Time of Our Lives''. 7. desember 2009 söng Cyrus fyrir [[Elísabet II Englandsdrottning|Elísabetu II Englandsdrottningu]] og aðra meðlimi [[Breska konungsfjölskyldan|bresku konungsfjölskyldunnar]] í [[Blackpool]] í Norð-Vestur [[England]]i. Við lok ársins 2009 setti Billboard tímaritið hana í fjórða sæti yfir tekjuhæstu söngkonurnar og fimmta tekjuhæsta söngvarann yfir allt. Forbes setti hana í 29. sæti á Celebrity 100 listanum sínum og sagði að hún hefði þénað 25 milljónir Bandaríkjadollara það árið.
 
=== 2010 og framtíðin: ''Can't Be Tamed'' og kvikmyndaferill ===