„Kreppan mikla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 85.116.64.210 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 85.197.196.137
Lína 1:
['''[Mynd:American_union_bank.gif|thumb|right|Mannfjöldi fyrir utan American Union Bank.]]
'''Kreppan mikla''' var heims[[kreppa]] í [[Viðskipti|viðskiptum]] og [[efnahagslíf]]i sem skall á haustið [[1929]]. Hún hófst í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], og er oftast miðað við að upptök hennar megi rekja til [[29. október]], 1929, þegar verðbréf féllu niður úr öllu valdi. Sá dagur hefur verið nefndur ''[[svarti þriðjudagurinn]]''. Margar þjóðir brugðust við með því að leggja á innflutningstolla til að vernda eigið atvinnulíf og auk þess var algengt að tekin væri upp [[jafnvirðisverslun]] milli landa. Það þýddi að ekki var leyft að flytja inn vörur nema jafnmikið væri keypt á móti af framleiðsluvörum heimamanna. Mikill viðsnúningur varð í hagkerfum flestra iðnaðarlanda þegar [[seinni heimsstyrjöldin]] skall á árið [[1939]] og ríkisstjórnir þeirra gripu inn í hagkerfi þeirra til þess að geta stýrt framleiðslu [[hergögn|hergagna]].
 
Lína 7:
Árið eftir að kreppan skall á í Bandaríkjunum varð hennar vart í [[Ísland|íslensku]] [[efnahagslíf]]i en þá varð mikið [[verðfall]] á íslenskum útflutningsvörum og innflutningstollar erlendis ollu auk þess margháttuðum vandræðum. Atvinnuleysi jókst mikið og voru mörg hundruð Reykvíkingar atvinnulausir á veturna. Til að koma í veg fyrir [[vannæring]]u og hungur meðal hinna atvinnulausu settu söfnuðurnir í Reykjavík upp [[súpueldhús]] og gáfu þeim sem verst voru staddir mat.
 
== Tenglar ==''''''Feitletraður texti'''
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1666278 ''Verðhrunið í Wall Street og kreppan''; grein í Morgunblaðinu 1987]
* [http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=6489 ''Hvernig hafði kreppan áhrif á bókmenntir (félagslegt raunsæi)?''; af Vísindavefnum]