„Austurstræti 16“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Austurstræti 16''', '''Nathan og Olsen-húsið''' eða '''Reykjavíkurapótek''' er hús í [[miðbær Reykjavíkur|miðbæ Reykjavíkur]], byggt árið [[1917]] eftir [[bruninn mikli í Reykjavík 1915|brunann mikla árið 1915]]. Áður hafði [[Thor Jensen]] verið með verslun sína ''Godthaab'' á sama stað. Byggingin dregur nafn sitt af [[apótek]]i sem var rekið þar um árabil. Byggingin hefur einnig verið kennd við [[Nathan og Olsen]], tvo danska athafnamenn sem komu til Íslands árið [[1912]] og stofnuðu nýlenduvöruverslun.
 
Byggingin er hornhús á horni [[Austurstræti]]s og [[Pósthússtræti]]s og var teiknuð af [[Guðjón Samúelsson|Guðjóni Samúelssyni]] og var það eitt af fyrstu verkefnum hans. Guðjón hafði fræga byggingu Pohjola-tryggingafélagsins í [[Helsinki]] eftir finnska arkitektinn [[Eliel Saarinen]] til fyrirmyndar. Saarinen var einn virtasti arkitekt [[Skandinavía|Skandinavíu]] á þessum tíma.