„Höður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Harald~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 2. september 2006 kl. 22:23

Höður er goðmagn af ætt ása í norrænni goðafræði. Hann er blindur og mjög sterkur. Höður er langþekktastur fyrir það að hafa orðið Baldri, hinum hvíta ás, að bana. Fyrir tilstilli Loka Laufeyjarsonar kastaði Höður að honum mistilteini svo honum varð bani af og var það öllum ásum mikill harmur. Höður er einn af þeim sem byggir hina nýju jörð eftir Ragnarök, en eftir hina miklu orrustu koma Baldur og Höður gangandi saman upp úr Helju.