„Kalvínismi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m +iw en
Harald~iswiki (spjall | framlög)
reformerta í endurbætta
Lína 1:
'''Kalvínska kirkjan''' öðru nafni ''reformertaendurbætta kirkjan'' varð til við klofning í röðum [[mótmælendatrú|mótmælenda]]. Nafn kirkjudeildarinnar er dregið af siðbótarmanninum [[Jóhann Kalvín|Jóhanni Kalvín]] en hann mótaði helst [[guðfræði]] hennar. Kalvínistar hafa annan skilning en [[Lútherstrú|Lútherstrúarmenn]] á ýmsum atriðum, t.a.m. [[sakramenti|sakramentunum]], biblíutúlkun og fyrirhugun [[Guð|Guðs]].
 
== Söguágrip ==
Uppruna kalvínsku kirkjunnar má rekja til [[Sviss]], Suður- og Vestur [[Þýskaland]]s og [[Frakkland]]s. Jóhann Kalvín var sá sem helst mótaði guðfræði þeirra en áhrifa hans fór fyrst að gæta um miðja [[16. öld]] eftir að fyrsta guðfræðiverk hans kom út (''Stofnanir Kristindómsins'' árið 1536. Kalvín var franskur en var í útlegð í [[Genf]] þegar [[Ulrich Zwingli]] hóf ásamt fleirum siðbót í kjölfar siðbreytingar þeirrar er átti sér stað í [[Saxland]]i á vegum [[Marteinn Lúther|Marteins Lúthers]]. Kalvín gerðist leiðtogi hreyfingarinnar og var um margt ósammála Lúther.
 
Hve mikilsverð áhrif Kalvíns voru kom brátt í ljós og fóru reformertirendurbættir söfnuðir að spretta upp hér og hvar um [[Evrópa|Evrópu]]. Fyrir tilstilli [[John Knox]] varð Kalvínska kirkjan sú stærsta í [[Skotland]]i og í [[Holland]]i urðu kalvínistar mjög fjölmennir. Einnig urðu áhrif þeirra mikil í [[Þýskaland]]i, [[Frakkland]]i, [[Rúmenía|Rúmeníu]] (einna helst [[Transylvanía|Transylvaníu]]) og [[Pólland]]i. Evrópskir landnemar í [[Bandaríkin|Ameríku]] voru flestir kalvínistar, þar með taldir [[Púrítanar]] og hinir hollensku landnemar í Nýju Amsterdam (nú [[New York]]). Hollenskir kalvínistar voru fyrstir til að nema land svo heita megi í [[Suður Afríka|Suður Afríku]] en landnemar þessir eru þekktir í sögunni undir heitinu [[Búar]]. Ein stærstu samfélög kalvínista urðu til á [[19. öld|19.]] og [[20. öld]] með trúboði og má þar nefna trúfélög þeirra í [[Nígería|Nígeríu]] og [[Kórea|Kóreu]].
 
== Ágreiningur Kalvíns og Lúthers ==
Fyrst spratt upp ágreiningur um sakramentisskilning og þá einkum kvöldmáltíðarsakramentið. Lúther hélt því fram að [[Jesús|Jesús Kristur]] væri raunverulega nálægur í brauði og víni en reformertirendurbættir sögðu að sakramentið, sem og önnur, væri einungis táknrænt. Lútherskar kirkjur álíta sakramentin sem tæki til að miðla náðinni en að mati Kalvíns eru þau einungis vitnisburður um trú.
 
Einnig spratt upp ágreiningur um það hvort Guð hefði forákvarðað menn til frelsunar eða ekki. Kalvín hélt því fram að Guð hefði ákveðið fyrirfram þá menn sem myndu öðlast frelsun en aðrir ættu glötun vísa. Lúther var ósammála, að hans mati var forákvörðun Guðs öðruvísi því Guð vissi hverjir myndu frelsast því hann vissi hverjir myndu standast í trúnni og hverjir ekki.